Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2024 19:01 Hallgrímur er einn besti pílukastari landsins í dag. vísir/sigurjón Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. „Þetta verður eitthvað algjörlega epískt,“ segir Hallgrímur Egilsson sigurvegari í úrvalsdeildinni í pílu hér á landi. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Þessir menn eru báðir bara mjög einbeittir á leikina. Humphries byrjaði mótið illa og Luke Littler hefur líka misstígið sig og var til að mynda heppinn að komast áfram í einum leik. En þeir virðast vera algjörlega taugalausir og eins og þeir séu bara að fara í sunnudagsbíltúrinn að fá sér ís í þessum látum og þessum hita sem er þarna.“ Hallgrímur segir að sá sem tapi í kvöld gæti verið með hæsta meðaltal í sögunni hjá þeim sem hafnar í öðru sæti, í úrslitum HM. Hann segir að leikurinn í kvöld gæti orðið besti úrslitaleikurinn í sögu HM. Rætt var við Hallgrím í kvöldfréttum Stöðvar 2 áðan. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður í beinni á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Sjá meira
„Þetta verður eitthvað algjörlega epískt,“ segir Hallgrímur Egilsson sigurvegari í úrvalsdeildinni í pílu hér á landi. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Þessir menn eru báðir bara mjög einbeittir á leikina. Humphries byrjaði mótið illa og Luke Littler hefur líka misstígið sig og var til að mynda heppinn að komast áfram í einum leik. En þeir virðast vera algjörlega taugalausir og eins og þeir séu bara að fara í sunnudagsbíltúrinn að fá sér ís í þessum látum og þessum hita sem er þarna.“ Hallgrímur segir að sá sem tapi í kvöld gæti verið með hæsta meðaltal í sögunni hjá þeim sem hafnar í öðru sæti, í úrslitum HM. Hann segir að leikurinn í kvöld gæti orðið besti úrslitaleikurinn í sögu HM. Rætt var við Hallgrím í kvöldfréttum Stöðvar 2 áðan. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður í beinni á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Sjá meira