Sósíalistaflokkurinn í upphafi 2024 Jökull Sólberg skrifar 3. janúar 2024 08:30 Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun