Humphries var talinn líklegur heimsmeistari áður en mótið hófst og hann var klárlega talinn sigurstranglegur fyrir viðureign kvöldsins. Humphries situr í þriðja sæti heimslista PDC, en Williams í 52. sæti og því bjuggust flestir við sigri þess fyrrnefnda.
Williams hafði þó slegið þrjá af efstu tíu pílukösturum heims úr leik á leið sinni í undanúrslitin og því var ljóst að á sínum degi er hann ekkert lamb að leika sér við. Þar á meðal hafði Williams betur gegn Michael van Gerwen í átta manna úrslitum, 5-3.
Það varð þó fljótt ljóst í hvað stefndi í leik kvöldsins. Humphries vann fyrsta settið 3-2 og það næsta 3-0. Williams var nálægt því að stela setti á næstu mínútum, en Humpries vann bæði þriðja og fjórða settið 3-2 áður en hann vann fimmta settið 3-0 og það sjötta 3-1.
Öruggur sigur Humphries var þar með í höfn og er hann á leið í úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í pílukasti þar sem hann mætir hinum 16 ára gamla Luke Littler, en Scott Williams situr eftir með sárt ennið.
The Final is set... 🏆
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 2, 2024
Luke Littler 🆚 Luke Humphries
🏆 The Sid Waddell Trophy
💰 £500,000 prize
Who will be crowned the 2023/24 Paddy Power World Darts Champion? pic.twitter.com/hRcwNl76GN