Heimatilbúin lífskjarakrísa Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 2. janúar 2024 12:00 Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Íslenska krónan Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun