Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 07:30 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Anna, sem er fötluð og er í hjólastól, var ein eftir í umsóknarferli um stöðu á leikskólanum haustið 2022. Síðan var tekin ákvörðun um að falla frá ráðningu í starfið. Hún fékk þau svör að ástæðan fyrir því að hún fengi ekki starfið væri sú að mikilvægt væri að hafa góða hreyfifærni til þess að geta unnið með og tryggt öryggi barna á leikskólaaldri. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skerta hreyfifærni Önnu þýði það ekki að hún geti ekki sinnt ýmsum störfum á leikskóla og gætt barnanna sem þar eru. Rétt hefði verið að meta starfsaðstæður á Ökrum út frá aðstæðum Önnu, en í því samhengi er bent á að hún notist við notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Garðabær beri þá skyldu að gera nauðsynlegar breytingar og lagfæringar til að gera fötluðum einstaklingum kleift að aðgengi að starfi leikskólans. Einungis má neita fötluðum einstaklingi um slíkar ráðstafanir teljist þær of íþyngjandi, eða fari þær umfram það sem eðlilegt megi teljast. Verður réttindagæslunni ævinlega þakklát „Í fyrsta lagi er þetta mjög ánægjulegt, að vita að þessir alþjóðasamningar séu ekki bara eitthvað sem við skreytum okkur með. Og annars vegar að vita hvar lögin standa,“ segir Anna Kristín í samtali við Vísi. Hún þakkar réttindagæslu fatlaðs fólk fyrir það að þessi niðurstaða hafi fengist. „Ég verð þeim ævinlega þakklát,“ segir Anna. „Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir þeirra aðstoð.“ Anna tekur þó fram að réttindagæslan sé á vondum stað eins og stendur. Enginn starfandi réttindagæslumaður sé á landinu af völdum veikinda vegna mikils álags. „Hún er í skrúfunni. Hún er mjög illa staðsett vegna lítils áhuga félagsmálaráðherra og ráðuneytisins,“ segir hún og skorar á stjórnvöld að bæta úr því. Uppfært 12:45: Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa félagsmálaráðuneytisins er það ekki rétt sem fram kemur að ekki sé starfandi réttindagæslumaður á landinu af völdum veikinda vegna álags. Hið rétta sé að fjöldi sem starfi við réttindagæslu fatlaðs fólks sé tólf. Þar af séu þrír í fæðingarorlofi eða veikindaleyfi.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Garðabær Vinnumarkaður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira