Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2024 11:10 Dóri DNA og Axel Pétur vita að það þarf að koma til frumkvæði og þeir hafa þergar gefið það út að þeir ætli að sækjast eftir því að verða forsetar íslenska lýðveldisins. Fleiri eiga eflaust eftir að bætast í hópinn. Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. Axel Pétur Axelsson hefur verið þekktur fyrir efahyggju sína, hann efast um hvað eina og hafa sumir lýst honum sem samsæriskenningasmiði. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands 2024 en það gerði hann einnig 2020. Þetta kemur í 20 mínútna ræðu sem hann birtir á Brotkasti þar sem hann segist hafa ákveðið að hafa boðið sig fram til „forseta lýgræðis ísland“. Hann segist ætla að nýta sér betur reynsluna frá tilraun hans 2020. Annar sem hefur gefið það út að hann vilji verða forseti lýðveldisins er Halldór Laxness eða Dóri DNA, skemmtikraftur. Hans helsti vettvangur á samfélagsmiðlum er X áður Twitter. Hann hóf leikinn með því að fiska, „500 like og ég fer í forsetaframboð. Án djóks.“ Það vafðist ekki fyrir honum að fá það og tilkynnti hann um framboð sitt klukkustund síðar: „Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands. Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware.“ Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands.Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware. https://t.co/8c8eDKneGc— Halldór Halldórsson (@doridna) January 1, 2024 Halldór Laxness hefur þegar lýst eftir kosningastjóra sem og fjárhagslegum bakhjörlum. „Kosningaherferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% funked out gangster twist.“ Þá ætlar Dóri að setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum. Mörgum kom í opna skjöldu að Guðni skyldi ekki láta hafa sig í eitt kjörtímabil til en nú er sem sagt búið að lyfta lokinu af þessu gríni, trúðasýningu, en kosið verður 1. júní. Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Axel Pétur Axelsson hefur verið þekktur fyrir efahyggju sína, hann efast um hvað eina og hafa sumir lýst honum sem samsæriskenningasmiði. Hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta Íslands 2024 en það gerði hann einnig 2020. Þetta kemur í 20 mínútna ræðu sem hann birtir á Brotkasti þar sem hann segist hafa ákveðið að hafa boðið sig fram til „forseta lýgræðis ísland“. Hann segist ætla að nýta sér betur reynsluna frá tilraun hans 2020. Annar sem hefur gefið það út að hann vilji verða forseti lýðveldisins er Halldór Laxness eða Dóri DNA, skemmtikraftur. Hans helsti vettvangur á samfélagsmiðlum er X áður Twitter. Hann hóf leikinn með því að fiska, „500 like og ég fer í forsetaframboð. Án djóks.“ Það vafðist ekki fyrir honum að fá það og tilkynnti hann um framboð sitt klukkustund síðar: „Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands. Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware.“ Hér með tilkynni ég framboð mitt til forseta Íslands.Montnar kerlingar úr viðskiptalífinu beware. https://t.co/8c8eDKneGc— Halldór Halldórsson (@doridna) January 1, 2024 Halldór Laxness hefur þegar lýst eftir kosningastjóra sem og fjárhagslegum bakhjörlum. „Kosningaherferðin verður keyrð á svona 60% Andra Snæs dæmi og 40% funked out gangster twist.“ Þá ætlar Dóri að setja upp bekkpressu og litla box-aðstöðu á Bessastöðum. Mörgum kom í opna skjöldu að Guðni skyldi ekki láta hafa sig í eitt kjörtímabil til en nú er sem sagt búið að lyfta lokinu af þessu gríni, trúðasýningu, en kosið verður 1. júní.
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12