Íþróttastjarna fannst látin í bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 06:30 Benjamin Kiplagat sést hér keppa fyrir Úganda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/Paul Gilham Íþróttaheimurinn syrgir nú millivegahlauparann Benjamin Kiplagat sem lést á Gamlársdag aðeins 34 ára gamall. Kiplagat var myrtur en hann fannst látinn í bíl í útjaðri Eldoret borgar sem er sú borg í Kenía sem státar af stærstu æfingamiðstöð þjóðarinnar. Uganda Daily Monitor sagði frá því að Kiplagat hafi verið stunginn til bana en hann er frá Úganda. Kiplagat fannst í bílnum með djúpt sár í hálsinum. World Athletics is shocked and saddened to hear of the passing of Benjamin Kiplagat. We send our deepest condolences to his friends, family, teammates and fellow athletes. Our thoughts are with them all at this difficult time. https://t.co/x74j5xRvex pic.twitter.com/XvW8k5Gwss— World Athletics (@WorldAthletics) December 31, 2023 Rannsókn fór strax af stað og leituðu lögreglumenn að vísbendingum á morðstaðnum. Þeir komust yfir upptökur úr öryggismyndavél á morðstaðnum og hafa nú handtekið tvo menn í tengslum við morðið. „Frjálsíþróttaheimurinn er í áfalli og mjög dapur yfir fréttum af dauða Benjamin Kiplagat. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, liðsfélaga og allra sem þekktu hann,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kiplagat átti átján ára feril þar sem hann vann meðal annars silfur á HM unglinga 2008 og brons á afríska meistaramótinu 2012. Í bæði skiptin í 3000 metra hindrunarhlaupi sem var hans aðalgrein. Hann komst síðan í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012 í sömu grein og tók líka þátt í leikunum í Ríó árið 2016. Kiplagat náði sínum besta tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8:03.81 mínútum í Lausanne árið 2010. Síðasta stórmót hans var HM í Dóha í Katar árið 2019 þar sem hann endaði í átjánda sæti. Morðið á Kiplagat kemur aðeins rúmu einu ári eftir að maraþonkonan Agnes Tirop var stungin til bana. Benjamin Kiplagat Murder Probe:CCTV footage shows two suspects at the crime scene in the murder of athlete Benjamin Kiplagat in Eldoret.#NTVTonight @SmritiVidyarthi @Loise_Wangui pic.twitter.com/68ekgZD5LB— NTV Kenya (@ntvkenya) January 1, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Kiplagat var myrtur en hann fannst látinn í bíl í útjaðri Eldoret borgar sem er sú borg í Kenía sem státar af stærstu æfingamiðstöð þjóðarinnar. Uganda Daily Monitor sagði frá því að Kiplagat hafi verið stunginn til bana en hann er frá Úganda. Kiplagat fannst í bílnum með djúpt sár í hálsinum. World Athletics is shocked and saddened to hear of the passing of Benjamin Kiplagat. We send our deepest condolences to his friends, family, teammates and fellow athletes. Our thoughts are with them all at this difficult time. https://t.co/x74j5xRvex pic.twitter.com/XvW8k5Gwss— World Athletics (@WorldAthletics) December 31, 2023 Rannsókn fór strax af stað og leituðu lögreglumenn að vísbendingum á morðstaðnum. Þeir komust yfir upptökur úr öryggismyndavél á morðstaðnum og hafa nú handtekið tvo menn í tengslum við morðið. „Frjálsíþróttaheimurinn er í áfalli og mjög dapur yfir fréttum af dauða Benjamin Kiplagat. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, liðsfélaga og allra sem þekktu hann,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kiplagat átti átján ára feril þar sem hann vann meðal annars silfur á HM unglinga 2008 og brons á afríska meistaramótinu 2012. Í bæði skiptin í 3000 metra hindrunarhlaupi sem var hans aðalgrein. Hann komst síðan í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012 í sömu grein og tók líka þátt í leikunum í Ríó árið 2016. Kiplagat náði sínum besta tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8:03.81 mínútum í Lausanne árið 2010. Síðasta stórmót hans var HM í Dóha í Katar árið 2019 þar sem hann endaði í átjánda sæti. Morðið á Kiplagat kemur aðeins rúmu einu ári eftir að maraþonkonan Agnes Tirop var stungin til bana. Benjamin Kiplagat Murder Probe:CCTV footage shows two suspects at the crime scene in the murder of athlete Benjamin Kiplagat in Eldoret.#NTVTonight @SmritiVidyarthi @Loise_Wangui pic.twitter.com/68ekgZD5LB— NTV Kenya (@ntvkenya) January 1, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Sjá meira