Áfram skjálftavirkni við kvikuganginn Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 09:35 Frá framkvæmdum í Grindavík á dögunum. Vísir/Vilhelm Um 110 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn norðan Grindavíkur frá miðnætti en til samanburðar mældust 160 í gær. Enn eru taldar auknar líkur á eldgosi. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum í morgun. „Ef við skoðum aflögunargögnin má sjá að það er nokkuð óbreytt staða frá í gær.“ Hann segir að starfsmenn Veðurstofunnar muni áfram vakta svæðið vel. „Við teljum áfram vera auknar líkur á eldgosi, líkt og sagði í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni 29. desember. Við erum að vakta þetta mjög vel og teljum að ef skjálftavirkni tæki sig kröfulega upp þá geti það falið í sér aðdraganda að næsta eldgosi. Við verðum því að bíða og sjá.“ Auknar líkur Í áðurnefndri tilkynningu sagði að land hefði haldið áfram að rísa við Svartsengi og að land hefði náð sambærilegri hæð og mældist rétt fyrir eldgosið 18. desember. „Hraði landrissins síðan 18. desember hefur haldist nokkuð stöðugur sem er frábrugðið stöðunni fyrir síðasta gos, en þá hægðist á landrisi vikurnar fyrir gosið. Erfitt er þó að fullyrða um að landris hægi á sér í aðdraganda næsta goss, en það hefur þó verið tilfellið í gosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu ár og var einnig notað til viðmiðunar í Kröflueldum. Óvissa er hins vegar um hversu mikill kvikuþrýstingur þarf að byggjast upp áður en kvika fer að leita upp á yfirborðið,“ sagði í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Lokun Bláa lónsins framlengd Lokun Bláa lónsins sem tók gildi í kjölfar eldgossins við Sundhnúkagíga þann 18. desember síðastliðinn hefur verið framlengd til 3. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins. 30. desember 2023 20:08 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum í morgun. „Ef við skoðum aflögunargögnin má sjá að það er nokkuð óbreytt staða frá í gær.“ Hann segir að starfsmenn Veðurstofunnar muni áfram vakta svæðið vel. „Við teljum áfram vera auknar líkur á eldgosi, líkt og sagði í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni 29. desember. Við erum að vakta þetta mjög vel og teljum að ef skjálftavirkni tæki sig kröfulega upp þá geti það falið í sér aðdraganda að næsta eldgosi. Við verðum því að bíða og sjá.“ Auknar líkur Í áðurnefndri tilkynningu sagði að land hefði haldið áfram að rísa við Svartsengi og að land hefði náð sambærilegri hæð og mældist rétt fyrir eldgosið 18. desember. „Hraði landrissins síðan 18. desember hefur haldist nokkuð stöðugur sem er frábrugðið stöðunni fyrir síðasta gos, en þá hægðist á landrisi vikurnar fyrir gosið. Erfitt er þó að fullyrða um að landris hægi á sér í aðdraganda næsta goss, en það hefur þó verið tilfellið í gosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðustu ár og var einnig notað til viðmiðunar í Kröflueldum. Óvissa er hins vegar um hversu mikill kvikuþrýstingur þarf að byggjast upp áður en kvika fer að leita upp á yfirborðið,“ sagði í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Lokun Bláa lónsins framlengd Lokun Bláa lónsins sem tók gildi í kjölfar eldgossins við Sundhnúkagíga þann 18. desember síðastliðinn hefur verið framlengd til 3. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins. 30. desember 2023 20:08 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Lokun Bláa lónsins framlengd Lokun Bláa lónsins sem tók gildi í kjölfar eldgossins við Sundhnúkagíga þann 18. desember síðastliðinn hefur verið framlengd til 3. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins. 30. desember 2023 20:08
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04