Um skaðaminnkun og viðhaldsmeðferð Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 30. desember 2023 14:30 Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun