Nýja forsetahöllin sprettur upp Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 13:37 Guðni byggir. Forsetahöll hans rís nú meðan menn bíða þess í offvæni að hann lýsi nánar fyrirætlunum sínum í komandi áramótaávarpi. vísir/vilhelm/arnar Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslenska lýðveldisins, er að reisa höll undir sig og fjölskyldu sína og miðar byggingu hennar vel. Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu. Forsetahöllin rís en ekki var unnið við húsið í dag þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð.vísir/arnar Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar. Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur. Hér getur að líta skipulag hverfisins. Númer 17 er endahús við Steinprýði. Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun. Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum. Hér má sjá staðsetningu vegarins Steinprýði sem liggur alveg við Hafnarfjörðinn en tilheyrir þó Garðabæ.Loftmyndir Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis. Húsið minnir eilítið á virki og er í burstabæjarstíl. Þarna má sjá svalir þar sem Guðni getur farið og veifað til fjöldans, ef svo ber undir.vísir/arnar Húsið er á besta stað á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, stendur við Álftanesafleggjarann.vísir/arnar Forseti Íslands Hús og heimili Húsnæðismál Guðni Th. Jóhannesson Garðabær Tengdar fréttir Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49 „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31 Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu. Forsetahöllin rís en ekki var unnið við húsið í dag þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð.vísir/arnar Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar. Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur. Hér getur að líta skipulag hverfisins. Númer 17 er endahús við Steinprýði. Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun. Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum. Hér má sjá staðsetningu vegarins Steinprýði sem liggur alveg við Hafnarfjörðinn en tilheyrir þó Garðabæ.Loftmyndir Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis. Húsið minnir eilítið á virki og er í burstabæjarstíl. Þarna má sjá svalir þar sem Guðni getur farið og veifað til fjöldans, ef svo ber undir.vísir/arnar Húsið er á besta stað á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, stendur við Álftanesafleggjarann.vísir/arnar
Forseti Íslands Hús og heimili Húsnæðismál Guðni Th. Jóhannesson Garðabær Tengdar fréttir Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49 „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31 Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49
„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31
Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34