Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2023 07:43 Aðgerðarsinnar og flóttafólkið krefjast fundar með ráðherrum í ríkisstjórn. Aðsend Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. Þegar fréttastofa ræddi við fólkið á miðvikudag sagði það áformin vera að dvelja þar uns ástvinir þeirra hafi verið flutt frá Gasa. Í tilkynningu frá aðgerðasinnum og stuðningsmönnum fólksins, sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi, er fundar krafist og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. „Viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni. Flóttafólkið á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag.Vísir/Sigurjón „Hver sólarhringur skiptir sköpun. Í fyrradag var til dæmis hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum fyrir loftárás Ísraelshers. Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina. Hér er um að ræða neyðartilfelli sem krefst tafarlausra aðgerða. Við krefjumst þess að æðstu ráðamenn Íslands fullnýti vald sitt við það að koma fólki, sem þegar hefur fengið dvalarleyfi á forsendum fjökskyldusameiningar, til Íslands sem fyrst. Að neðan má sjá frétt um tjaldbúðir fólksins úr kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudaginn. Íslensk stjórnvöld fela sig bakvið þá staðhæfingu að ekki sé hægt að koma flóttafólki hér til landsins vegna lokaðra landamæra, en til eru dæmi um að fólk hafi verið sótt í gegnum Rafah landamærin milli Gaza og Egyptalands. Daglega er verið að hleypa fólki þar yfir landamærin, lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa. Við krefjumst fundar og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra – viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Þegar fréttastofa ræddi við fólkið á miðvikudag sagði það áformin vera að dvelja þar uns ástvinir þeirra hafi verið flutt frá Gasa. Í tilkynningu frá aðgerðasinnum og stuðningsmönnum fólksins, sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi, er fundar krafist og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. „Viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni. Flóttafólkið á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag.Vísir/Sigurjón „Hver sólarhringur skiptir sköpun. Í fyrradag var til dæmis hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum fyrir loftárás Ísraelshers. Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina. Hér er um að ræða neyðartilfelli sem krefst tafarlausra aðgerða. Við krefjumst þess að æðstu ráðamenn Íslands fullnýti vald sitt við það að koma fólki, sem þegar hefur fengið dvalarleyfi á forsendum fjökskyldusameiningar, til Íslands sem fyrst. Að neðan má sjá frétt um tjaldbúðir fólksins úr kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudaginn. Íslensk stjórnvöld fela sig bakvið þá staðhæfingu að ekki sé hægt að koma flóttafólki hér til landsins vegna lokaðra landamæra, en til eru dæmi um að fólk hafi verið sótt í gegnum Rafah landamærin milli Gaza og Egyptalands. Daglega er verið að hleypa fólki þar yfir landamærin, lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa. Við krefjumst fundar og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra – viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28