Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 21:13 Bílaþvottastöðin síleska Star Wash segir mál Disney-samsteypunnar ekki standast skoðun. Vísir/Samsett Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð. Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð.
Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira