Þá verður rætt við palestínskan unglingsstrák sem svaf í tjaldi fyrir utan Alþingishúsið í nótt. Hann bíður þess að foreldrar hans og tvö systkini flýi Gasaströndina og komi, vonandi, til hans til Íslands. Þá verður rætt við Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing, í beinni um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Fastagestir sundlauganna í Reykjavík eru mjög ósáttir með skertan opnunartíma um hátíðarnar. Rætt verður við nokkra fastagesti um þessa sparnaðaraðgerð í fréttatímanum.
Svo kíkjum við auðvitað til björgunarsveitanna sem byrjuðu flugeldasöluna í dag.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.