Engin kátína innan ferðaþjónustu með hærri gistináttaskatt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:52 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að fólkið í greininni velti nú vöngum yfir útfærslu skattsins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eftir helgi, þegar nýtt ár gengur í garð þarf að rukka ferðamenn um svokallaðan gistináttaskatt. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við hátt í hundrað prósent hækkun með svo litlum fyrirvara og segir greinina eiga í vanda með að útfæra innheimtuna því mikið af sölunni fyrir næsta ár hefur þegar átt sér stað. Gistináttaskattur hefur verið endurvakinn eftir dvala í Covid-faraldrinum. Nú er hann með breyttu sniði; er bæði víðtækari og hærri. Nú leggst þessi skattur einnig á rekstraraðila skemmtiferðaskipa þegar skipin dvelja innan tollsvæðis Íslands. Þessi skattur er upp á þúsund krónur hver nótt. Umræður um útfærslu innheimtunnar hafa skapast í Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar þar sem margri klóra sér í kollinum. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa búist við endurkomu gistináttaskattsins en ekki breytinganna sem urðu á honum. „Stóra vandamálið er að hann er hækkaður um 100% með nánast engum fyrirvara og þar sem ferðaþjónustan er verðlögð langt fram í tímann og mikið af sölunni fyrir 2024 hefur þegar átt sér stað þá er greinin í svolitlum vandræðum með þessa aukahækkun og hvernig eigi að fá ferðamenn til að borga hana.“ Hér má sjá mismunandi upphæðir gistináttaskattsins eftir breytingar.SAF Gestir sem dvelja fram yfir áramót þurfa að borga skattinn. „Það virðist vera tilhneigingin hjá flestum að þetta verði bara þannig að gestirnir greiði sjálfir þennan skatt þegar þeir innrita sig á hótel. Ferðaskrifstofurnar sem hafa verið að selja þessar ferðir, eins og ég sagði, langt fram í tímann, þær eiga mjög erfitt með að innheimta þetta frá sínum söluaðilum erlendis þannig að mér sýnist svona tilhneigingin vera í þá átt að gestirnir verði rukkaðir hérna á staðnum um þennan gistináttaskatt, sem mun örugglega valda einhverjum vandkvæðum þar sem fólk vissi ekki af þessu þegar það bókaði.“ En hvað með Airbnb gistinguna? „Þetta á við um alla sem eru með svokallað rekstrarleyfi sama hvort það er Airbnb íbúðir eða hótel og gistiheimili en þeir sem eru í þessari svokallaðri níutíu daga reglu þeir eru undanþegnir greiðslu á gistináttaskatti,“ segir Bjarnheiður. Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Airbnb Tengdar fréttir Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ 17. ágúst 2023 07:17 Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu. 17. júlí 2020 13:34 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Gistináttaskattur hefur verið endurvakinn eftir dvala í Covid-faraldrinum. Nú er hann með breyttu sniði; er bæði víðtækari og hærri. Nú leggst þessi skattur einnig á rekstraraðila skemmtiferðaskipa þegar skipin dvelja innan tollsvæðis Íslands. Þessi skattur er upp á þúsund krónur hver nótt. Umræður um útfærslu innheimtunnar hafa skapast í Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar þar sem margri klóra sér í kollinum. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa búist við endurkomu gistináttaskattsins en ekki breytinganna sem urðu á honum. „Stóra vandamálið er að hann er hækkaður um 100% með nánast engum fyrirvara og þar sem ferðaþjónustan er verðlögð langt fram í tímann og mikið af sölunni fyrir 2024 hefur þegar átt sér stað þá er greinin í svolitlum vandræðum með þessa aukahækkun og hvernig eigi að fá ferðamenn til að borga hana.“ Hér má sjá mismunandi upphæðir gistináttaskattsins eftir breytingar.SAF Gestir sem dvelja fram yfir áramót þurfa að borga skattinn. „Það virðist vera tilhneigingin hjá flestum að þetta verði bara þannig að gestirnir greiði sjálfir þennan skatt þegar þeir innrita sig á hótel. Ferðaskrifstofurnar sem hafa verið að selja þessar ferðir, eins og ég sagði, langt fram í tímann, þær eiga mjög erfitt með að innheimta þetta frá sínum söluaðilum erlendis þannig að mér sýnist svona tilhneigingin vera í þá átt að gestirnir verði rukkaðir hérna á staðnum um þennan gistináttaskatt, sem mun örugglega valda einhverjum vandkvæðum þar sem fólk vissi ekki af þessu þegar það bókaði.“ En hvað með Airbnb gistinguna? „Þetta á við um alla sem eru með svokallað rekstrarleyfi sama hvort það er Airbnb íbúðir eða hótel og gistiheimili en þeir sem eru í þessari svokallaðri níutíu daga reglu þeir eru undanþegnir greiðslu á gistináttaskatti,“ segir Bjarnheiður.
Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Airbnb Tengdar fréttir Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ 17. ágúst 2023 07:17 Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu. 17. júlí 2020 13:34 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41
Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ 17. ágúst 2023 07:17
Tilhæfulaus skattur innheimtur á tjaldsvæði Breki Karlsson varar við ólöglegri innheimtu. 17. júlí 2020 13:34