Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 17:58 Áhættumatsskýrsla ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt í dag. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta. Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta.
Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira