„Getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 10:30 Tunnur voru víða yfirfullar í Reykjavíkurborg á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir sorphirðumenn í borginni ekki geta verið alls staðar á sama tíma. Vinnudagar séu lengdir í kringum hátíðir til að flýta sorphirðu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“ Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“
Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira