Handbolti

Heiðursstúkan: Hvort veit meira um hand­bolta? Rúnar eða Stefán Rafn?

Dagur Lárusson skrifar
Jóhann Fjalar, Rúnar og Stefán Rafn í þriðja þætti af Heiðursstúkunni.
Jóhann Fjalar, Rúnar og Stefán Rafn í þriðja þætti af Heiðursstúkunni. Vísir/Skjáskot

Í þriðja þætti Heiðursstúkunnar mætast þeir Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta en báðir hafa þeir gert garðinn frægan í íþrótttinni.

Í fyrsta þætti af Heiðursstúkunni mættust þeir Aron Jóhannsson og Birnir Snær Ingason í spurningarkeppni um fótbolta á meðan þeir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson mættust í öðrum þætti og fengu spurningar um körfubolta.

Í þessum þætti er hins vegar komið að handbolta en þeir Stefán og Rúnar voru mis spenntir fyrir keppninni í byrjun þáttar. Rúnar sagðist vera spenntur og alltaf tilbúinn að keppa í hverju sem er, sérstaklega ef það er gegn manni eins og Stefáni. En Stefán viðurkenndi það að honum leið ekkert sérstaklega vel.

Sjón er sögu ríkari og því er hægt að horfa á allan þáttin hér fyrir neðan.

Klippa: Heiðursstúkan: Sería 2. Þáttur 3.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×