Hróður Hjólahvíslarans nær út í heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 18:45 Bjartmar með hjól, eitt af mörgum sem hann hefur endurheimt. Bjartmar Leósson Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni. Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér. Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Umfjöllun Guardian, sem ber yfirskriftina Hjólahvíslarinn á Íslandi: Sjálfskipaður laganna vörður sem finnur stolin hjól og hjálpar þjófum að breytast, hefst á stuttri yfirferð yfir hvernig ferill Bjartmars í hjólaendurheimt hófst árið 2019. Hann hafi tekið eftir aukningu í hjólaþjófnaði, og í stað þess að sætta sig við hana hafi hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. Fjórum árum síðar hafi hróður hans borist víða meðal reykvísks hjólafólks og fjöldi fólks leitað til hans í leit að stolnum hjólum „Þetta er eins og lítill snjóbolti sem varð mjög stór, mjög hratt,“ er haft eftir Bjartmari. Bjartmar er á meðal þeirra tíu sem tilnefnd eru sem maður ársins 2023 í vali á manni ársins hjá Vísi og Reykjavík síðdegis. Í tilnefningum sagði meðal annars um Bjartmar: „Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut.“ Lögreglan hrósar Bjartmari í hástert Þá fer Bjartmar yfir það samfélag sem hefur myndast í Facebook-hópnum Hjóladót ofl. tapað fundið eða stolið, sem telur tælpega 15 þúsund meðlimi. „Ég er ekki einn í þessu. Oft sér einhver hjól falið í runna, tekur mynd og þá kommentar annar „Þetta er hjólið mitt!“ Þannig að það eru allir með augun opin.“ Í umfjölluninni er einnig litið til tölfræði yfir hjólaþjófnað í Reykjavík. Tilvikum fækki milli ára. Þau hafi verið 569 árið 2021, 508 á síðasta ári og 404 á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Þá er haft eftir Guðmundi Pétri Guðmundssyni, lögreglufulltrúa í Reykjavík, að Bjartmar standi sig frábærlega. „Lögreglan vísar eigendum stolinna hjóla oft á sölusíður á Facebook og svo á síðuna hans [Bjartmars], til að auka líkurnar á að hjólin finnist aftur,“ sagði Guðmundur. Reiður í fyrstu Bjartmar lýsir því að fyrst hafi hann verið reiður þeim hjólaþjófum sem urðu á vegi hans. Það hafi fljótt breyst. „Ég hugsaði: Ég get öskrað þar til ég er blár í framan, en það mun engu breyta. Þannig að ég ákvað að reyna að tala við þá á jafningjagrundvelli,“ segir Bjartmar. Þá hafi hlutirnir breyst, hann hafi vingat við suma þeirra sem tekið höfðu hjól. Einhverjir þeirra hafi jafnvel slegist í för með honum og hjálpað til við að finna stolin hjól. Enn öðrum hafi hann hjálpað í meðferð við fíkn. Umfjöllun Guardian í heild sinni má lesa hér.
Hjólreiðar Reykjavík Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00 Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. 23. maí 2022 14:00
Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13