Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 16:34 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum á íbúafundi á dögunum. Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla. Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira