Alfreð kom á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 17:31 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem hann ætlar að treysta á þegar kemur að Evrópumótinu í janúar en þar verða Þjóðverjar á heimavelli. Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen) Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Þýska landsliðið er eitt af þeim sem Ísland mætir í milliriðli mótsins ef bæði lið komast þangað. Þjóðverjar hefja mótið 10. janúar á leik við Sviss en eru einnig í riðli með Norður-Makedóníu og Frakklandi. Miðað við fyrirsagnir þýskra miðla þá kom Alfreð mörgum á óvart með vali sínu í dag. Hann valdi til að mynda alls fjóra leikmenn úr U21-landsliðinu, sem varð heimsmeistari í sumar. Þá valdi Alfreð óvænt einn nýliða, hinn 22 ára Martin Hanne, sem er vinstri skytta hjá Hannover Burgdorf. „Ég hef fylgst með honum í langan tíma. Ég hef séð nánast alla leiki hjá honum síðustu tvö ár,“ sagði Alfreð þegar hann útskýrði val sitt. Fjórir sem unnu EM með Degi Í hópnum eru einnig miklir reynsluboltar og til að mynda fjórir leikmenn frá Evrópumeistaraliði Dags Sigurðssonar frá árinu 2016. Þar á meðal er markvörðurinn Andreas Wolff sem hefur jafnað sig af meiðslum, en einnig Rune Dahmke, Kai Häfner og Jannik Kohlbacher. Áður en að EM kemur mun þýski landsliðshópurinn koma saman til æfinga í Frankfurt frá 27.-29. desember, og eftir áramót hefst svo lokaundirbúningurinn þar sem liðið spilar meðal annars tvo vináttulandsleiki við Portúgal 4. og 6. janúar. Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Nítján manna EM-hópur Þýskalands: Markmenn: David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Andreas Wolff (Industria Kielce) Vinstra horn: Rune Dahmke (THW Kiel), Lukas Mertens (SC Magdeburg) Vinstri skyttur: Martin Hanne (TSV Hannover-Burgdorf), Sebastian Heymann (Frisch Auf Göppingen), Julian Köster (VfL Gummersbach), Philipp Weber (SC Magdeburg) Miðja: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Nils Lichtlein (Füchse Berlin), Marian Michalczik (TSV Hannover-Burgdorf) Hægri skyttur: Kai Häfner (TVB Stuttgart), Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf), Christoph Steinert (HC Erlangen) Hægra horn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Timo Kastening (MT Melsungen) Lína: Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira