Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið í desember. Erlendar fréttir ársins verða til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á mánudag.

Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið í desember. Erlendar fréttir ársins verða til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á mánudag.
Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna.
Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða.