Bæjarstjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:00 Eigendur húsa sem eru ónýt í Grindavík bíða eftir svörum frá bænum og NTÍ. Vísir/Vilhelm Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu. Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira