Þjónustutengd fjármögnun í forgang Willum Þór Þórsson skrifar 20. desember 2023 14:30 Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Um áraraðir hefur verið stefnt því að taka upp þjónustutengda fjármögnun (DRG) í íslensku heilbrigðiskerfi. Þjónustutengd fjármögnun sjúkrahússþjónustu er vel þekkt víða um heim og þessi aðferð hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Heilbrigðisráðuneytið fékk alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey Co til að koma með tillögur að nýju fjármögnunarkerfi sjúkrahússþjónustu og hófst innleiðingarferli í kjölfarið. Meginmarkmið kerfisins eru að skapa gagnsæi þjónustu, styðja við stefnumótun og áætlunargerð með gögnum og stuðla með innbyggðum hvötum að aukinni skilvirkni og framleiðni. Fjárveitingar taki mið af raunverulegu umfangi þjónustu Kerfið var prófað á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2022 og kom að mestu til framkvæmda á árinu 2023. Við höfum sett þessa innleiðingu í forgang með góðri raun enda er augljós ávinningur af þjónustutengdri fjármögnun. Fjárveitingar taka mið af raunverulegu umfangi þjónustu og raunkostnaði, ásamt því að auka gagnsæi við úthlutun fjármagns. Þá er einnig auðveldara að gera áætlanir og setja markmið um magn þjónustu í samræmi við þörf þeirra sem á henni þurfa að halda. Hvatakerfi líkt og felst í þjónustutengdri fjármögnun eykur skilvirkni ásamt því að bæta eftirlit með gæðum, umfangi og hagkvæmni þjónustunnar. Við sjáum það strax hvernig þetta styrkir sjúkrahúsin og bætir alla ákvarðanatöku um úthlutun fjármuna og nýtingu þeirra, hvort sem við horfum til fjárveitingarvaldsins eða stofnananna sjálfra. Spítalarnir báðir hafa nú þegar aukið framleiðni og afköst. Í 9 mánaða uppgjöri Sjúkratrygginga á þessu ári kemur fram að spítalarnir stefni samtals í yfir 4% umframframleiðslu á árinu. Landspítali er nú í samtals 107,15% framleiðslu m.v. áætlun. Það sama gildir um Sjúkrahúsið á Akureyri sem stefnir í að framleiða nokkuð umfram framleiðsluáætlun. Hvatinn drífur áfram Sjúkrahúsin hafa sýnt það á þessu ári að þau eru í stakk búin til að bregðast við og mæta álagi þegar aðstæður krefjast og eiga hrós skilið. Það er mikið fagnaðarefni að geta bætt 700 milljónum inn í DRG kerfið með fjáraukalögum. Betur má ef duga skal og mikilvægt að stjórnvöld viðhaldi þessu hvatakerfi til að tryggja aukna framleiðni og meiri gæði heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Ljóst er að hvatar til aukinnar framleiðslu eru nauðsynlegir. Slíkt hvatakerfi er lykilatriði fyrir framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og leiðir til betri nýtingar á mannauð, innviðum og fjármagni. Höfundur er heilbriðisráðherra
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun