„Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu“ Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 00:01 Ólafur segir að honum hafi ekki verið nein launung á því, hann var á heimleið. Hélt að þetta væri búið. Fjölmargir hringdu í hann í dag og í kvöld og þökkuðu honum fyrir en svo snarfækkaði í þeim hópi. vísir/stöð2 „Ég segi nú ekkert gott. Ég sit hér og horfi á gos,“ segir Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson fyrrverandi skipstjóri og nú veitingamaður. Sem fylgist nú með gosinu - úr hæfilegri fjarlægð. Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira