Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2023 12:00 Sema Erla mun ásamt fleirum afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista með kröfum um að Ísland dragi sig úr Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Vísir/Vilhelm Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. Tæplega 9.500 undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfu um að Ísland dragi sig úr Eurovision, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Vonir eru uppi um að þrýsta með þessu á stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að vísa Ísrael úr keppninni vegna árása stjórnvalda þar í landi á íbúa Gasa. Rússlandi ekki vísað út fyrr en eftir hótanir Finna Mótmælin hefjast korter í fjögur síðdegis og munu forsvarsmenn mótmælanna afhenda Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra undirskriftalistann klukkan fjögur. „Við vonumst auðvitað til að sjá sem flest við þetta tilefni. Við vitum að það er almennt mikið ósætti með aðgerðaleysi RÚV í þessu máli. Við viljum sjá frekari aðgerðir frá RÚV. Það var nú þannig að Rússlandi var ekki vísað úr keppni fyrr en Finnar hótuðu að draga sig út. Það er hver sem er sem getur tekið þetta fyrsta skref og við viljum að það verði Ísland,“ segir Sema Erla Serdar, talskona samtakanna BDS á Íslandi, alþjóðlegrar hreyfingar sem leidd er af palestínsku þjóðinni. Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í febrúar 2022 og hefur ekki fengið að taka þátt síðan. „Við höfum lengi bent á það hversu óeðlilegt það er að Ísrael taki þátt í þessari keppni. Þau hafa stundað þarna þjóðernishreinsanir í meira en 75 ár og það hefur kannski vakið um sérstaklega mikil viðbrögð núna, einmitt vegna þess að það kom mjög skýrt fram að Rússlandi hafi verið vikið úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu,“ segir Sema. „Eðli málsins samkvæmt á það sama að gilda um Ísrael og við vitum ekki til þess að gildi keppninnar hafi breyst á milli ára. Ef Rússar brutu þessi gildi eru Ísraelar að gera það líka. Ísraelsríki er þegar byrjað að nota undankeppnina hjá sér til þess að hvítþvo ísraelska herinn og aðgerðir þeirra í Palestínu. Það er ekki við öðru að búast þegar þeir stíga á svið í Svíþjóð.“ „Alltaf verið feimni að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar“ Sama eigi að gilda um Ísrael, sem sé þegar farið að nota keppnina til að mála her sinn í góðu ljósi. Hún segir óskiljanlegt að aðrar reglur gildi um Ísrael en Rússland. „Þetta er fyrst og fremst hræsni og ekkert annað. Það hefur alltaf verið feimni við að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar, í öll þessi ár. Við sjáum það bæði með Eurovision og annað á alþjóðavettvangi að það er ekki mikið um slíkt, því miður.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. 18. desember 2023 10:01 Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. 18. desember 2023 08:52 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Tæplega 9.500 undirskriftir hafa safnast til stuðnings kröfu um að Ísland dragi sig úr Eurovision, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Vonir eru uppi um að þrýsta með þessu á stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að vísa Ísrael úr keppninni vegna árása stjórnvalda þar í landi á íbúa Gasa. Rússlandi ekki vísað út fyrr en eftir hótanir Finna Mótmælin hefjast korter í fjögur síðdegis og munu forsvarsmenn mótmælanna afhenda Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra undirskriftalistann klukkan fjögur. „Við vonumst auðvitað til að sjá sem flest við þetta tilefni. Við vitum að það er almennt mikið ósætti með aðgerðaleysi RÚV í þessu máli. Við viljum sjá frekari aðgerðir frá RÚV. Það var nú þannig að Rússlandi var ekki vísað úr keppni fyrr en Finnar hótuðu að draga sig út. Það er hver sem er sem getur tekið þetta fyrsta skref og við viljum að það verði Ísland,“ segir Sema Erla Serdar, talskona samtakanna BDS á Íslandi, alþjóðlegrar hreyfingar sem leidd er af palestínsku þjóðinni. Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í febrúar 2022 og hefur ekki fengið að taka þátt síðan. „Við höfum lengi bent á það hversu óeðlilegt það er að Ísrael taki þátt í þessari keppni. Þau hafa stundað þarna þjóðernishreinsanir í meira en 75 ár og það hefur kannski vakið um sérstaklega mikil viðbrögð núna, einmitt vegna þess að það kom mjög skýrt fram að Rússlandi hafi verið vikið úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu,“ segir Sema. „Eðli málsins samkvæmt á það sama að gilda um Ísrael og við vitum ekki til þess að gildi keppninnar hafi breyst á milli ára. Ef Rússar brutu þessi gildi eru Ísraelar að gera það líka. Ísraelsríki er þegar byrjað að nota undankeppnina hjá sér til þess að hvítþvo ísraelska herinn og aðgerðir þeirra í Palestínu. Það er ekki við öðru að búast þegar þeir stíga á svið í Svíþjóð.“ „Alltaf verið feimni að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar“ Sama eigi að gilda um Ísrael, sem sé þegar farið að nota keppnina til að mála her sinn í góðu ljósi. Hún segir óskiljanlegt að aðrar reglur gildi um Ísrael en Rússland. „Þetta er fyrst og fremst hræsni og ekkert annað. Það hefur alltaf verið feimni við að láta Ísrael svara fyrir gjörðir sínar, í öll þessi ár. Við sjáum það bæði með Eurovision og annað á alþjóðavettvangi að það er ekki mikið um slíkt, því miður.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Eurovision Fjölmiðlar Tengdar fréttir Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. 18. desember 2023 10:01 Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. 18. desember 2023 08:52 Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. 18. desember 2023 10:01
Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. 18. desember 2023 08:52
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37