Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar kemur fram að tilkynningin hafi borist rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og að björgunarbátarnir Fiskaklettur úr Hafnarfirði og Sædís frá Kópavogi hafi verið sendir út.
Björgunarbátarnir voru komnir að smábátnum fimmtán mínútum fyrir miðnætti. Smábáturinn var tekinn í tog af Sædísi og stefnan sett á Hafnarfjarðarhöfn, en smábáturinn hafði stefnt þangað.
Í tilkynningunni segir að ferðin hafði gengið vel með bátinn í togi og komu þeir í höfn í Hafnarfirði um klukkustund síðar. Þá kemur fram að vel hafi gengið að koma bilaða bátnum að bryggju og að aðgerðum hafi lokið rétt rúmlega eitt í nótt.