Víðir búinn að gefa út sína fimmtugustu íþróttabók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 20:00 Víðir Sigurðsson hefur skrifað fimmtíu bækur um íþróttir eða meira en nokkur annar Íslendingur. S2 Sport Íslensk knattspyrna 2023 er komin út en þetta er 43. bókin í þessum bókaflokki sem hefur verið gefin út frá árinu 1981. Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016. Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016.
Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira