Spútnikliðið tapaði en Magdeburg valtaði yfir Ljónin Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 20:09 Ómar Ingi átti góðan leik að venju. Mario Hommes/Getty Images Íslendingaliðið Melsungen tapaði dýrmætum stigum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði á útivelli gegn Wetzlar. Magdeburg vann risasigur í Íslendingaslag. Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen. Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen.
Þýski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira