„Mjög svo“ ósáttur við ferðagjöld og vöruflutningagjöld milli landa Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 16. desember 2023 22:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir Alþingi hafa náð að klára þau mál sem áttu að klárast á síðasta þingfundi fyrir jól. Þingmaður Miðflokksins segist mjög ósáttur við afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á máli um ný gjöld á flugferðir og vöruflutninga milli landa. Húsnæðismál Grindvíkinga, losunarheimildir, raforkulög og fjárlög voru til umræðu á Alþingi á síðasta þingfundi fyrir jól. Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Birgi Ármannssyni forseta Alþingis og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Miðflokksins að fundinum loknum. Birgir segir mestu hafa skipt að hægt yrði að ljúka umræðu um fjárlög og fjáraukalög auk þessa frumvarpa sem fylgja fjárlögunum, sem eru skattlagningarfrumvörp og tekjuöflunarfrumvörp fyrir ríkissjóð. Þau verði að taka gildi 1. janúar. „En svo voru auðvitað önnur mál sem hafa verið umdeild eins og mál sem varða þátttöku Íslands í losunarkvóta Evrópusambandsríkja og fleira þess háttar en fyrir jól þá skiptir mestu máli fyrir okkur að ljúka umræðum um fjárlög og þau frumvörp sem tengjast fjárlögunum,“ segir Birgir. Fjögur frumvörp afgreidd vegna jarðhræringa Birgir segir Alþingi hafa náð að klára allt sem átti að klárast fyrir jól. „Við höfðum auðvitað í upphafi hausts kannski aðeins metnaðarfyllri áform um hvaða mál væri hægt að klára en auðvitað breytist þetta þegar málum vindur fram,“ segir Birgir. Hann segir mál vegna viðbragða við jarðhræringum á Reykjanesi hafa bæst við á síðustu vikum. Fjögur frumvörp hafi þá verið afgreidd tiltölulega hratt. „Eitthvað bíður fram yfir áramót og við tökumst á við einhver mál þá sem hugsanlega hefði verið hægt að klára að öðrum kosti fyrir jólin. En við kláruðum það sem þurfti að klára, svona nokkurn veginn á áætlun.“ Flugferðir verði fjórðungur af því sem annars hefði orðið Athygli vakti að Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins hafa varið dágóðum tíma í pontu síðustu daga þingsins. Fréttamaður spurði Sigmund um hvaða mál ræddi, sem brann svo heitt á þeim. „Sko, það er mál sem Birgir nefndi hérna aðeins áðan. Mál sem að þótti hræðilegt, meira að segja af hálfu ráðherra ríkisstjórnarinnar ekkert alls fyrir löngu,“ segir Sigmundur og segir að um ræði nýja refsiskatta, ný gjöld á Íslendinga fyrir að ferðast erlendis með flugvél og ný gjöld og skatta á flutning á vörum, til og frá landinu. „Og þetta er mál sem ráðherrar höfðu sagt að mætti aldrei samþykkja óbreytt. En svo í dag var það samþykkt óbreytt, nema hvað við fáum einhvern frest í tvö þrjú ár áður en þetta byrjar að hafa áhrif,“ segir Sigmundur. Hann segir þingflokkinn hafa haft miklar áhyggjur af málinu. „Og [við] reyndum að útskýra áhyggjur okkar í samt tiltölulega stuttu máli miðað við umfang þessa stóra máls, sem mun draga úr flugferðum til og frá landinu mjög verulega,“ segir Sigmundur og að stefnt sé að því að flugferðir verði um fjórðungur af því sem annars hefði orðið eftir tvo og hálfan áratug. Eruð þið sem sagt ósáttir við afgreiðslu þessa máls innan ríkisstjórnarinnar? „Mjög, mjög svo ósáttir og hvernig þetta bar að. Þetta mál var keyrt hérna í gegn um þingið á mjög óhefðbundinn og hraðan hátt. Og margir gerðu athugasemd við það reyndar, að þetta væri ekki eðlileg afgreiðsla á máli. En einhverra hluta vegna vildi ríkisstjórnin koma því sem hraðast í gegn og fá sem minnsta umræðu. Af því þetta er óþægilegt mál, þau voru sjálf búin að segja að þetta væri afleitt. En nú er þetta orðið að lögum.“ Miðflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Húsnæðismál Grindvíkinga, losunarheimildir, raforkulög og fjárlög voru til umræðu á Alþingi á síðasta þingfundi fyrir jól. Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Birgi Ármannssyni forseta Alþingis og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Miðflokksins að fundinum loknum. Birgir segir mestu hafa skipt að hægt yrði að ljúka umræðu um fjárlög og fjáraukalög auk þessa frumvarpa sem fylgja fjárlögunum, sem eru skattlagningarfrumvörp og tekjuöflunarfrumvörp fyrir ríkissjóð. Þau verði að taka gildi 1. janúar. „En svo voru auðvitað önnur mál sem hafa verið umdeild eins og mál sem varða þátttöku Íslands í losunarkvóta Evrópusambandsríkja og fleira þess háttar en fyrir jól þá skiptir mestu máli fyrir okkur að ljúka umræðum um fjárlög og þau frumvörp sem tengjast fjárlögunum,“ segir Birgir. Fjögur frumvörp afgreidd vegna jarðhræringa Birgir segir Alþingi hafa náð að klára allt sem átti að klárast fyrir jól. „Við höfðum auðvitað í upphafi hausts kannski aðeins metnaðarfyllri áform um hvaða mál væri hægt að klára en auðvitað breytist þetta þegar málum vindur fram,“ segir Birgir. Hann segir mál vegna viðbragða við jarðhræringum á Reykjanesi hafa bæst við á síðustu vikum. Fjögur frumvörp hafi þá verið afgreidd tiltölulega hratt. „Eitthvað bíður fram yfir áramót og við tökumst á við einhver mál þá sem hugsanlega hefði verið hægt að klára að öðrum kosti fyrir jólin. En við kláruðum það sem þurfti að klára, svona nokkurn veginn á áætlun.“ Flugferðir verði fjórðungur af því sem annars hefði orðið Athygli vakti að Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins hafa varið dágóðum tíma í pontu síðustu daga þingsins. Fréttamaður spurði Sigmund um hvaða mál ræddi, sem brann svo heitt á þeim. „Sko, það er mál sem Birgir nefndi hérna aðeins áðan. Mál sem að þótti hræðilegt, meira að segja af hálfu ráðherra ríkisstjórnarinnar ekkert alls fyrir löngu,“ segir Sigmundur og segir að um ræði nýja refsiskatta, ný gjöld á Íslendinga fyrir að ferðast erlendis með flugvél og ný gjöld og skatta á flutning á vörum, til og frá landinu. „Og þetta er mál sem ráðherrar höfðu sagt að mætti aldrei samþykkja óbreytt. En svo í dag var það samþykkt óbreytt, nema hvað við fáum einhvern frest í tvö þrjú ár áður en þetta byrjar að hafa áhrif,“ segir Sigmundur. Hann segir þingflokkinn hafa haft miklar áhyggjur af málinu. „Og [við] reyndum að útskýra áhyggjur okkar í samt tiltölulega stuttu máli miðað við umfang þessa stóra máls, sem mun draga úr flugferðum til og frá landinu mjög verulega,“ segir Sigmundur og að stefnt sé að því að flugferðir verði um fjórðungur af því sem annars hefði orðið eftir tvo og hálfan áratug. Eruð þið sem sagt ósáttir við afgreiðslu þessa máls innan ríkisstjórnarinnar? „Mjög, mjög svo ósáttir og hvernig þetta bar að. Þetta mál var keyrt hérna í gegn um þingið á mjög óhefðbundinn og hraðan hátt. Og margir gerðu athugasemd við það reyndar, að þetta væri ekki eðlileg afgreiðsla á máli. En einhverra hluta vegna vildi ríkisstjórnin koma því sem hraðast í gegn og fá sem minnsta umræðu. Af því þetta er óþægilegt mál, þau voru sjálf búin að segja að þetta væri afleitt. En nú er þetta orðið að lögum.“
Miðflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent