„Mjög svo“ ósáttur við ferðagjöld og vöruflutningagjöld milli landa Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 16. desember 2023 22:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir Alþingi hafa náð að klára þau mál sem áttu að klárast á síðasta þingfundi fyrir jól. Þingmaður Miðflokksins segist mjög ósáttur við afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á máli um ný gjöld á flugferðir og vöruflutninga milli landa. Húsnæðismál Grindvíkinga, losunarheimildir, raforkulög og fjárlög voru til umræðu á Alþingi á síðasta þingfundi fyrir jól. Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Birgi Ármannssyni forseta Alþingis og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Miðflokksins að fundinum loknum. Birgir segir mestu hafa skipt að hægt yrði að ljúka umræðu um fjárlög og fjáraukalög auk þessa frumvarpa sem fylgja fjárlögunum, sem eru skattlagningarfrumvörp og tekjuöflunarfrumvörp fyrir ríkissjóð. Þau verði að taka gildi 1. janúar. „En svo voru auðvitað önnur mál sem hafa verið umdeild eins og mál sem varða þátttöku Íslands í losunarkvóta Evrópusambandsríkja og fleira þess háttar en fyrir jól þá skiptir mestu máli fyrir okkur að ljúka umræðum um fjárlög og þau frumvörp sem tengjast fjárlögunum,“ segir Birgir. Fjögur frumvörp afgreidd vegna jarðhræringa Birgir segir Alþingi hafa náð að klára allt sem átti að klárast fyrir jól. „Við höfðum auðvitað í upphafi hausts kannski aðeins metnaðarfyllri áform um hvaða mál væri hægt að klára en auðvitað breytist þetta þegar málum vindur fram,“ segir Birgir. Hann segir mál vegna viðbragða við jarðhræringum á Reykjanesi hafa bæst við á síðustu vikum. Fjögur frumvörp hafi þá verið afgreidd tiltölulega hratt. „Eitthvað bíður fram yfir áramót og við tökumst á við einhver mál þá sem hugsanlega hefði verið hægt að klára að öðrum kosti fyrir jólin. En við kláruðum það sem þurfti að klára, svona nokkurn veginn á áætlun.“ Flugferðir verði fjórðungur af því sem annars hefði orðið Athygli vakti að Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins hafa varið dágóðum tíma í pontu síðustu daga þingsins. Fréttamaður spurði Sigmund um hvaða mál ræddi, sem brann svo heitt á þeim. „Sko, það er mál sem Birgir nefndi hérna aðeins áðan. Mál sem að þótti hræðilegt, meira að segja af hálfu ráðherra ríkisstjórnarinnar ekkert alls fyrir löngu,“ segir Sigmundur og segir að um ræði nýja refsiskatta, ný gjöld á Íslendinga fyrir að ferðast erlendis með flugvél og ný gjöld og skatta á flutning á vörum, til og frá landinu. „Og þetta er mál sem ráðherrar höfðu sagt að mætti aldrei samþykkja óbreytt. En svo í dag var það samþykkt óbreytt, nema hvað við fáum einhvern frest í tvö þrjú ár áður en þetta byrjar að hafa áhrif,“ segir Sigmundur. Hann segir þingflokkinn hafa haft miklar áhyggjur af málinu. „Og [við] reyndum að útskýra áhyggjur okkar í samt tiltölulega stuttu máli miðað við umfang þessa stóra máls, sem mun draga úr flugferðum til og frá landinu mjög verulega,“ segir Sigmundur og að stefnt sé að því að flugferðir verði um fjórðungur af því sem annars hefði orðið eftir tvo og hálfan áratug. Eruð þið sem sagt ósáttir við afgreiðslu þessa máls innan ríkisstjórnarinnar? „Mjög, mjög svo ósáttir og hvernig þetta bar að. Þetta mál var keyrt hérna í gegn um þingið á mjög óhefðbundinn og hraðan hátt. Og margir gerðu athugasemd við það reyndar, að þetta væri ekki eðlileg afgreiðsla á máli. En einhverra hluta vegna vildi ríkisstjórnin koma því sem hraðast í gegn og fá sem minnsta umræðu. Af því þetta er óþægilegt mál, þau voru sjálf búin að segja að þetta væri afleitt. En nú er þetta orðið að lögum.“ Miðflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Húsnæðismál Grindvíkinga, losunarheimildir, raforkulög og fjárlög voru til umræðu á Alþingi á síðasta þingfundi fyrir jól. Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Birgi Ármannssyni forseta Alþingis og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Miðflokksins að fundinum loknum. Birgir segir mestu hafa skipt að hægt yrði að ljúka umræðu um fjárlög og fjáraukalög auk þessa frumvarpa sem fylgja fjárlögunum, sem eru skattlagningarfrumvörp og tekjuöflunarfrumvörp fyrir ríkissjóð. Þau verði að taka gildi 1. janúar. „En svo voru auðvitað önnur mál sem hafa verið umdeild eins og mál sem varða þátttöku Íslands í losunarkvóta Evrópusambandsríkja og fleira þess háttar en fyrir jól þá skiptir mestu máli fyrir okkur að ljúka umræðum um fjárlög og þau frumvörp sem tengjast fjárlögunum,“ segir Birgir. Fjögur frumvörp afgreidd vegna jarðhræringa Birgir segir Alþingi hafa náð að klára allt sem átti að klárast fyrir jól. „Við höfðum auðvitað í upphafi hausts kannski aðeins metnaðarfyllri áform um hvaða mál væri hægt að klára en auðvitað breytist þetta þegar málum vindur fram,“ segir Birgir. Hann segir mál vegna viðbragða við jarðhræringum á Reykjanesi hafa bæst við á síðustu vikum. Fjögur frumvörp hafi þá verið afgreidd tiltölulega hratt. „Eitthvað bíður fram yfir áramót og við tökumst á við einhver mál þá sem hugsanlega hefði verið hægt að klára að öðrum kosti fyrir jólin. En við kláruðum það sem þurfti að klára, svona nokkurn veginn á áætlun.“ Flugferðir verði fjórðungur af því sem annars hefði orðið Athygli vakti að Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins hafa varið dágóðum tíma í pontu síðustu daga þingsins. Fréttamaður spurði Sigmund um hvaða mál ræddi, sem brann svo heitt á þeim. „Sko, það er mál sem Birgir nefndi hérna aðeins áðan. Mál sem að þótti hræðilegt, meira að segja af hálfu ráðherra ríkisstjórnarinnar ekkert alls fyrir löngu,“ segir Sigmundur og segir að um ræði nýja refsiskatta, ný gjöld á Íslendinga fyrir að ferðast erlendis með flugvél og ný gjöld og skatta á flutning á vörum, til og frá landinu. „Og þetta er mál sem ráðherrar höfðu sagt að mætti aldrei samþykkja óbreytt. En svo í dag var það samþykkt óbreytt, nema hvað við fáum einhvern frest í tvö þrjú ár áður en þetta byrjar að hafa áhrif,“ segir Sigmundur. Hann segir þingflokkinn hafa haft miklar áhyggjur af málinu. „Og [við] reyndum að útskýra áhyggjur okkar í samt tiltölulega stuttu máli miðað við umfang þessa stóra máls, sem mun draga úr flugferðum til og frá landinu mjög verulega,“ segir Sigmundur og að stefnt sé að því að flugferðir verði um fjórðungur af því sem annars hefði orðið eftir tvo og hálfan áratug. Eruð þið sem sagt ósáttir við afgreiðslu þessa máls innan ríkisstjórnarinnar? „Mjög, mjög svo ósáttir og hvernig þetta bar að. Þetta mál var keyrt hérna í gegn um þingið á mjög óhefðbundinn og hraðan hátt. Og margir gerðu athugasemd við það reyndar, að þetta væri ekki eðlileg afgreiðsla á máli. En einhverra hluta vegna vildi ríkisstjórnin koma því sem hraðast í gegn og fá sem minnsta umræðu. Af því þetta er óþægilegt mál, þau voru sjálf búin að segja að þetta væri afleitt. En nú er þetta orðið að lögum.“
Miðflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira