Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:36 Þriðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra í mánuðinum fer fram á mánudag að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Icelandair Play Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Icelandair Play Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira