Ólíklegt að allir komist heim fyrir jól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Vísir/Vilhelm Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins. Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira