SA byggðu á því að vinnustöðvunin væri ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögmæltum fyrirvara boðunar.
Niðurstaða meirihluta Félagsdóms var sú að með því að tilkynna lögmanni SA boðun vinnustöðvunar með tölvupósti sunnudaginn 10. desember 2023, klukkan 16:36, hafi Félag flugumferðarstjóra tilkynnt um fyrirhugaða vinnustöðvun með viðhlítandi hætti og með þeim fyrirvara sem áskilinn er.