Gagnrýnir Mbappé fyrir leti og eigingirni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 16:30 Kylian Mbappé hefur skorað átján mörk fyrir Paris Saint-Germain á tímabilinu. getty/Ralf Ibing Fyrrverandi heims- og Evrópumeistarinn Christophe Duggary hefur gagnrýnt ofurstjörnuna Kylian Mbappé fyrir leti og eigingirni. Mbappé og félagar í Paris Saint-Germain komust naumlega áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við Borussia Dortmund í fyrradag. Duggary var ekki hrifinn af frammistöðu Mbappés í leiknum gegn Dortmund og fannst hann ekki leggja nógu hart að sér. „Ég kenni honum um slæmt viðhorf en skil að tölfræði er honum mikilvæg,“ sagði Duggary á RMC Sport. „Hann vissi að þetta var leikur þar sem mikið var til ætlast af honum. Hann varð að leiða PSG-liðið en þegar ég heyri orðið leiðtogi hugsa ég um einhvern sem sýnir gott fordæmi. Hæfileikar hans eru óumdeildir en hann sýnir ekki gott fordæmi. Hann hefur engan áhuga á að verjast.“ Að mati Duggarys hugsar Mbappé of mikið um sjálfan sig en ekki nóg um heildina. „Ég sá varfærinn Mbappé. Hann talaði aðeins við samherja sína í lok leiks en hefði átt að gera það fyrr. Ég sá hann ekki pressa miðverði Dortmund. Ég varð fyrir miklum, miklum vonbrigðum með hegðun hans,“ sagði Duggary. Þrátt fyrir gagnrýni Duggarys hefur Mbappé sannarlega staðið fyrir sínu á tímabilinu og skorað átján mörk í tuttugu leikjum í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Mbappé og félagar í Paris Saint-Germain komust naumlega áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli við Borussia Dortmund í fyrradag. Duggary var ekki hrifinn af frammistöðu Mbappés í leiknum gegn Dortmund og fannst hann ekki leggja nógu hart að sér. „Ég kenni honum um slæmt viðhorf en skil að tölfræði er honum mikilvæg,“ sagði Duggary á RMC Sport. „Hann vissi að þetta var leikur þar sem mikið var til ætlast af honum. Hann varð að leiða PSG-liðið en þegar ég heyri orðið leiðtogi hugsa ég um einhvern sem sýnir gott fordæmi. Hæfileikar hans eru óumdeildir en hann sýnir ekki gott fordæmi. Hann hefur engan áhuga á að verjast.“ Að mati Duggarys hugsar Mbappé of mikið um sjálfan sig en ekki nóg um heildina. „Ég sá varfærinn Mbappé. Hann talaði aðeins við samherja sína í lok leiks en hefði átt að gera það fyrr. Ég sá hann ekki pressa miðverði Dortmund. Ég varð fyrir miklum, miklum vonbrigðum með hegðun hans,“ sagði Duggary. Þrátt fyrir gagnrýni Duggarys hefur Mbappé sannarlega staðið fyrir sínu á tímabilinu og skorað átján mörk í tuttugu leikjum í öllum keppnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira