Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2023 12:46 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, flutti á Alþingi munnlega skýrslu um stöðuna sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Arnar Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. Í munnlegu skýrslunni taldi Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, upp öll þau skref sem Ísland hefur stigið til að milda þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Til að mynda hefðu íslensk stjórnvöld margfaldað framlög til mannúðaraðstoðar á Gasa síðustu vikurnar og einnig til rannsóknar á ábendingum um stríðsglæpi. Í gærkvöldi sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að ekkert muni stoppa Ísraelsmenn. Sótt verði fram til fullnaðarsigurs þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og vísaði þar til yfirlýsingar neyðarfundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað var eftir vopnahléi. Bjarni sagði að það væri skiljanlegt að fólk vildi leita allra leiða til að hafa áhrif á átökin en um það hefur verið spurt á Alþingi hvort Ísland hefði í hyggju að ýmist slíta stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita ríkið viðskiptaþvingunum. „Hins vegar eru engar heimildir í lögum og engin fordæmi fyrir því að Ísland setji á einhliða viðskiptaþvinganir. Við innleiðum aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og munum gera það áfram.“ Engar umræður í þá veru hafi verið ræddar á alþjóðavettvangi. „Það þjónar ekki hagsmunum neins og ekki heldur Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórnmálasamband milli ríkja er forsenda þess að koma afstöðu sinni á framfæri, eiga samskipti og hafa áhrif. Í sögulegu ljósi hefur Ísland aðeins einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Breta í þriðja þorskastríðinu í febrúar 1976.“ Á morgun heldur utanríkisráðherra út til Ósló þar sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Benelux landanna og nokkurra Arabaríkja munu koma saman. Þá mun ráðherrann eiga tvíhliða fund með utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. „Fundurinn er tækifæri til að ræða friðarhorfur, heyra viðhorf annarra og koma afstöðu okkar á framfæri,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Tengdar fréttir Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Í munnlegu skýrslunni taldi Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, upp öll þau skref sem Ísland hefur stigið til að milda þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Til að mynda hefðu íslensk stjórnvöld margfaldað framlög til mannúðaraðstoðar á Gasa síðustu vikurnar og einnig til rannsóknar á ábendingum um stríðsglæpi. Í gærkvöldi sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að ekkert muni stoppa Ísraelsmenn. Sótt verði fram til fullnaðarsigurs þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og vísaði þar til yfirlýsingar neyðarfundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað var eftir vopnahléi. Bjarni sagði að það væri skiljanlegt að fólk vildi leita allra leiða til að hafa áhrif á átökin en um það hefur verið spurt á Alþingi hvort Ísland hefði í hyggju að ýmist slíta stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita ríkið viðskiptaþvingunum. „Hins vegar eru engar heimildir í lögum og engin fordæmi fyrir því að Ísland setji á einhliða viðskiptaþvinganir. Við innleiðum aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og munum gera það áfram.“ Engar umræður í þá veru hafi verið ræddar á alþjóðavettvangi. „Það þjónar ekki hagsmunum neins og ekki heldur Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórnmálasamband milli ríkja er forsenda þess að koma afstöðu sinni á framfæri, eiga samskipti og hafa áhrif. Í sögulegu ljósi hefur Ísland aðeins einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Breta í þriðja þorskastríðinu í febrúar 1976.“ Á morgun heldur utanríkisráðherra út til Ósló þar sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Benelux landanna og nokkurra Arabaríkja munu koma saman. Þá mun ráðherrann eiga tvíhliða fund með utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. „Fundurinn er tækifæri til að ræða friðarhorfur, heyra viðhorf annarra og koma afstöðu okkar á framfæri,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Tengdar fréttir Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46
Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28
Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda