Blik í augum barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:30 Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun