Blik í augum barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:30 Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Hjálparstarf Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fátt er yndislegra en að sjá eftirvæntingu og blik í augum barna sem bíða eftir hátíðarstundum eins og jólum. Börn á Íslandi búa flest við góðar aðstæður og geta notið hátíðarstunda við öryggi í faðmi ástvina á heimilum sínum. Sum búa þó því miður við erfiðar aðstæður, við fátækt, veikindi, óöryggi eða ofbeldi, sem þau bera sannarlega ekki ábyrgð á. Í þeirra augum gæti verið vonleysi, ótti og sorg. Náttúruöflin ákváðu að sum okkar barna þyrftu að fara af heimilum sínum og dvelja líklega fjarri þeim um hátíðarnar. Það eru börnin okkar frá Grindavík. Þau munu þó vonandi njóta hátíðanna með blik í augum, við öryggi í faðmi fjölskyldunnar. Sú staða sem kom upp í Grindavík var ekki fyrirsjáanleg og ekki af mannavöldum. Samfélagið hefur tekið utan um fólkið í Grindavík og gerir vonandi áfram. Öll fá vonandi aðstoð sem til þarf til að koma ósködduð frá aðstæðum. Á meðan við reynum að takast á við náttúruöflin og bjarga því sem bjargað verður, stendur yfir mikil eyðilegging af mannavöldum víða annars staðar í heiminum. Eyðilegging sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Þar er ekki eftirvænting og blik í augum barna. Í augum barna sem búa við afleiðingar loftslagsbreytinga má sjá augnaráð ótta, óöryggis og jafnvel hungurs. Þau búa við þurrka, uppskerubrest, flóð og veðurofsa. Þau þurfa að leggja á flótta frá heimilum sínum og geta líklega ekki snúið aftur. Þessum börnum mun einungis fjölga á næstu árum og áratugum. Ekki síst ef ekki verður brugðist skjótt við. Á COP28 ráðstefnunni hafa 200 þjóðarleiðtogar komið saman og rætt loftslagsmál. Við bindum vonir við að niðurstaða ráðstefnunnar gefi börnum heims von um bjarta framtíð. Í augum barna í Palestínu má sjá ótta og vonleysi. Ljós augna 7.000 barna Palestínu hafa slokknað fyrir fullt og allt. Börnin hafa verið drepin. Börn eru ávalt helstu fórnarlömb átaka en bera að sjálfsögðu enga ábyrgð. Auk þeirra barna sem hafa verið drepin á Gaza hefur fjöldi særst og mörg börn eru týnd. Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum sem geta háð þeim og fylgt alla ævi. Það er með ólíkindum að fullorðið fólk á 21. öldinni skuli hafa svo litla samkennd með öðru fólki, ekki síst börnum, að enn skuli sumu fólki þykja eðlilegt að drepa saklaus börn, beita þau ofbeldi, eyðileggja heimili þeirra og jörðina sem þau búa á. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children starfa á vettvangi á Gaza og vinna hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars að veita neyðaraðstoð, sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð, dreifa nauðsynlegum lyfjum og hreinu drykkjarvatni, matarpökkum og fleira. Hægt er að styðja við öflugt starf Barnaheilla á Gaza með því að kaupa Heillagjafir, dýrmætar jólagjafir sem nýtast börnum og fjölskyldum þeirra á Gaza. Ef þjóðir heims og almenningur allur væri samtaka væri hægt að koma í veg fyrir þær ógnir sem steðja að börnum af mannavöldum. Það væri besta gjöf sem hægt væri að færa börnum til framtíðar. Þá væri hægt að gefa börnum frið, öryggi og vernd í jólagjöf. Þá væri hægt að sjá blik í augum allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun