Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2023 21:37 Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna beiðnum hefur fjölgað svo mikið. Verðbólgan stendur í átta prósentum og greiningardeildir bankanna spá meiri verðbólgu í desember. vísir/sigurjón Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum. Hjálparstarf Jól Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum.
Hjálparstarf Jól Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent