Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2023 12:00 Fleiri barnafjölskyldur en áður en í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Þau fá gjafakort í fataverslanir fyrir börnin og í bíó. vísir/Vilhelm Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“ Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“
Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira