Dæla sjó í göng Hamas Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2023 10:37 Ísraelskir hermenn í Gasaborg á dögunum. AP/Moti Milrod Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum heimildarmönnum sínum en fregnir höfðu áður borist af því að Ísraelar hefðu flutt stórar dælur til Shati-flóttamannabúðanna í Gasaborg. Í frétt WSJ segir að um sé að ræða eina af nokkrum leiðum sem Ísraelar noti til að eyðileggja göng Hamas. Einnig er notast við loftárásir, fljótandi sprengiefni og hunda og dróna. Hamas-liðar hafa grafið göng víðsvegar undir Gasaströndinni í gegnum árin. Þessi göng eru notuð til að flytja vígamenn og vopn án þess að Ísraelar sjái til, auk þess sem leiðtogar Hamas eru taldir halda til þar og gíslar samtakanna eru sömuleiðis í haldi þar. Sjá einnig: Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Dýpstu göngin sem hafa fundist voru á um sjötíu metra dýpi. Þau eru iðulega ekki nema tveggja metra há og um metri á breidd. Einn vel staðsettur vígamaður gæti haldið aftur af fjölmörgum ísraelskum hermönnum í þessum göngum. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göng og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Felldu minnst níu hermenn í umsátri Þá nota vígamenn göngin til að stinga upp kollinum á óvæntum stöðum og gera skyndiárásir á ísraelska hermenn eða sitja fyrir þeim. Hamas-samtökin hafa birt fjölmörg myndbönd af slíkum árásum á samfélagsmiðlum frá því átökin hófust. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að minnst níu hermenn hefðu falið í nýlegu umsátri Hamas í Gasaborg á norðanverðri Gasaströndinni. Þeirra á meðal voru ofursti, undirofursti og major. Í heildina hafa 115 ísraelskir hermenn fallið í átökunum. Ofurstinn Ben Basat er sagður vera hæst setti ísraelski hermaðurinn sem hefur fallið í átökunum. Í frétt Times of Israel segir að hermennirnir hafi verið að framkvæma leit í nokkrum byggingum á norðanverðri Gasaströndinni, á svæði sem talið er vera víggirt af Hamas-liðum. Hermennirnir fundu gangnainngang í byggingunum en þar sátu vígamenn fyrir fjórum hermönnum. Basast leiddi fleiri hermenn í að reyna að ná til hinna fjögurra og kom til harðra átaka. Ísraelski herinn birti í morgun myndefni frá svæðinu, sem sjá má hér að neðan. The IDF releases footage showing troops of the Golani Brigade operating in Gaza City's Shejaiya neighborhood in recent days. Yesterday, nine soldiers were killed during an ambush and battle against Hamas operatives in the area. pic.twitter.com/o1QQ90PvrT— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 85 prósent þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stjórna, hafa minnst 18.400 manns fallið í loftárásum Ísraela og vegna landhernaðar á svæðinu. Þar af eru flestir óbreyttir borgarar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Wall Street Journal hefur þetta eftir bandarískum heimildarmönnum sínum en fregnir höfðu áður borist af því að Ísraelar hefðu flutt stórar dælur til Shati-flóttamannabúðanna í Gasaborg. Í frétt WSJ segir að um sé að ræða eina af nokkrum leiðum sem Ísraelar noti til að eyðileggja göng Hamas. Einnig er notast við loftárásir, fljótandi sprengiefni og hunda og dróna. Hamas-liðar hafa grafið göng víðsvegar undir Gasaströndinni í gegnum árin. Þessi göng eru notuð til að flytja vígamenn og vopn án þess að Ísraelar sjái til, auk þess sem leiðtogar Hamas eru taldir halda til þar og gíslar samtakanna eru sömuleiðis í haldi þar. Sjá einnig: Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Dýpstu göngin sem hafa fundist voru á um sjötíu metra dýpi. Þau eru iðulega ekki nema tveggja metra há og um metri á breidd. Einn vel staðsettur vígamaður gæti haldið aftur af fjölmörgum ísraelskum hermönnum í þessum göngum. Ísraelar hafa þjálfað sérstakar sveitir í því að berjast í göngum. Aðrar eru þjálfaðar í að finna göng og kanna þau nánar. Þá hafi þeir þróað sérstakar talstöðvar og staðsetningabúnað sem virkar neðanjarðar, og nætursjónauka sem nota einnig hitaskynjara til að sjá í algeru myrkri fyrir þessar sveitir. Felldu minnst níu hermenn í umsátri Þá nota vígamenn göngin til að stinga upp kollinum á óvæntum stöðum og gera skyndiárásir á ísraelska hermenn eða sitja fyrir þeim. Hamas-samtökin hafa birt fjölmörg myndbönd af slíkum árásum á samfélagsmiðlum frá því átökin hófust. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að minnst níu hermenn hefðu falið í nýlegu umsátri Hamas í Gasaborg á norðanverðri Gasaströndinni. Þeirra á meðal voru ofursti, undirofursti og major. Í heildina hafa 115 ísraelskir hermenn fallið í átökunum. Ofurstinn Ben Basat er sagður vera hæst setti ísraelski hermaðurinn sem hefur fallið í átökunum. Í frétt Times of Israel segir að hermennirnir hafi verið að framkvæma leit í nokkrum byggingum á norðanverðri Gasaströndinni, á svæði sem talið er vera víggirt af Hamas-liðum. Hermennirnir fundu gangnainngang í byggingunum en þar sátu vígamenn fyrir fjórum hermönnum. Basast leiddi fleiri hermenn í að reyna að ná til hinna fjögurra og kom til harðra átaka. Ísraelski herinn birti í morgun myndefni frá svæðinu, sem sjá má hér að neðan. The IDF releases footage showing troops of the Golani Brigade operating in Gaza City's Shejaiya neighborhood in recent days. Yesterday, nine soldiers were killed during an ambush and battle against Hamas operatives in the area. pic.twitter.com/o1QQ90PvrT— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 85 prósent þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stjórna, hafa minnst 18.400 manns fallið í loftárásum Ísraela og vegna landhernaðar á svæðinu. Þar af eru flestir óbreyttir borgarar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11
Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12. desember 2023 19:21
Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47