Endar tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu sætunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 11:00 Eileen Gu hefur miklar tekjur af auglýsingasamningum og ekki síst í Kína. Getty/VCG Tenniskonur eru launahæstu íþróttakonur heims og hafa verið það lengi. Það þykir því stórmerkilegt þegar íþróttakona úr annarri íþrótt kemst inn á topp þrjú á peningalistanum. Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira
Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira