Banaslys við Hvalfjarðargöng: Var á örvandi efnum og tvöföldum hámarkshraða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 12:16 Yfirlitsmynd af slysstað. Bíll mannsins er neðst til hægri. Tæknideild lögreglu Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í grennd við Hvalfjarðargöng þann 22. júlí í fyrra reyndist hafa verið á örvandi efnum sem gerði það að verkum að hann var óhæfur til aksturs. Þá er sennilegt að hann hafi hraðast ekið um á tvöföldum leyfðum hámarkshraða. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð. Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.
Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Sjá meira