Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:46 Sara Dögg er ein þeirra sem mun taka til máls á opnum fundi Viðreisnar um menntamál í kvöld. Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. Viðreisn hefur blásið til opins fundar um niðurstöður PISA könnunarinnar og framtíðar skólamála. Fundurinn fer fram á skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut og hefst klukkan átta í kvöld. Ein þeirra sem heldur erindi á fundinum er Sara dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, sem var skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar í átta ár. „Auðvitað eru þessar niðurstöður sláandi en það sem mér þykir kannski einna mikilvægast að sé gert að horfa til þess hvernig menntamálayfirvöld hafa tekið þessi verkefni áfram sem hafa verið alveg gríðarlega stór og víðfeðm; ákvarðanir sem hafa verið teknar á undanförnum árum og verið þess eðlis að sveitarfélögunum hefur þá verið falið að framkvæma.“ Verkefnin séu ótalmörg en nokkur þeirra séu gríðarlega stór og mikil umfangs. „Skóli án aðgreiningar, ný námskrá 2011 sem var gríðarlega stór og mikil, það er síðan börn af erlendum uppruna sem bara fjölgar og fjölgar og síðan börn á flótta og þetta er allt svo stór verkefni sem grunnskólarnir fá bara í fangið án nokkurs stuðnings svo heitið geti til þess að koma upp sterkum innviðum inn í kerfið, til þess að mæta öllu þessu, því þetta eru engin smá mál.“ Sara segir stjórnvöldum ekki hafa tekist nægilega vel til að innleiða þessar stóru breytingar sem þau hafi hrundið af stað. Úttekt, til að mynda um innleiðingu skóla án aðgreiningar sýni það mætavel. „Hún kom gríðarlega illa út og staðfesti að sú innleiðing hefur ekki gengið upp og svo eftir það fáum við nýja námskrá 2011 sem var gríðarlega víðfeðm og stór og mikil námskrá sem grunnskólanum var falið að koma til framkvæmdar án nokkurs stuðnings eða fræðslu eða fjármagns til að fylgja því eftir þannig að vel mætti vera.“ Verkefnin fram undan séu þá ekki af minni gerðinni. „Þau eru gríðarlega stór og mikilvæg. Hægt er að nefna börn á flótta sem er risastórt verkefni sem kemur inn á borð sveitarfélaganna og grunnskólanna og til að byrja með var ekki einu sinni haft orð á því að það þyrfti mögulega að bæta við mannskap eða fá inn fleira fagfólk til að koma að þeim undirbúningi. Það segir sig sjálft að grunnskólakennararnir einir og sér geta ekki haldið utan um þessi verkefni og leitt þau áfram inni í skólunum. Það verður fleira að koma til og fleira fagfólk inn í kerfið.“ Stjórnvöld þurfi að styðja miklu betur við kennarastéttina. „Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki að setja fjármagn í að styðja við endurmenntun kennara til að koma betur til móts við börn af erlendum uppruna, fátækt í tungumálagetu og fleira? Við vitum að grunnskólakennarar hafa mjög misjafna menntun í læsismálum og það eru fjölmörg tækifæri til að taka á því og styðja kennara til að afla sér frekari þekkingar, afla sér færni, til að leysa úr læsi vanda barna þegar þau koma upp og ég þekki það bara sjálf sem fyrrverandi skólastjóri, það er heilmikið mál sérstaklega fyrir nýútskrifaða kennara að takast á við slík verkefni. Við verðum að fara að viðurkenna það og styðja betur við kennarastéttina sjálfa sem er öll að gera það besta sem hún getur gert hverju sinni.“ PISA-könnun Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Viðreisn Grunnskólar Tengdar fréttir Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10. desember 2023 12:31 Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20 PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 7. desember 2023 13:32 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Viðreisn hefur blásið til opins fundar um niðurstöður PISA könnunarinnar og framtíðar skólamála. Fundurinn fer fram á skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut og hefst klukkan átta í kvöld. Ein þeirra sem heldur erindi á fundinum er Sara dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, sem var skólastjóri grunnskóla Hjallastefnunnar í átta ár. „Auðvitað eru þessar niðurstöður sláandi en það sem mér þykir kannski einna mikilvægast að sé gert að horfa til þess hvernig menntamálayfirvöld hafa tekið þessi verkefni áfram sem hafa verið alveg gríðarlega stór og víðfeðm; ákvarðanir sem hafa verið teknar á undanförnum árum og verið þess eðlis að sveitarfélögunum hefur þá verið falið að framkvæma.“ Verkefnin séu ótalmörg en nokkur þeirra séu gríðarlega stór og mikil umfangs. „Skóli án aðgreiningar, ný námskrá 2011 sem var gríðarlega stór og mikil, það er síðan börn af erlendum uppruna sem bara fjölgar og fjölgar og síðan börn á flótta og þetta er allt svo stór verkefni sem grunnskólarnir fá bara í fangið án nokkurs stuðnings svo heitið geti til þess að koma upp sterkum innviðum inn í kerfið, til þess að mæta öllu þessu, því þetta eru engin smá mál.“ Sara segir stjórnvöldum ekki hafa tekist nægilega vel til að innleiða þessar stóru breytingar sem þau hafi hrundið af stað. Úttekt, til að mynda um innleiðingu skóla án aðgreiningar sýni það mætavel. „Hún kom gríðarlega illa út og staðfesti að sú innleiðing hefur ekki gengið upp og svo eftir það fáum við nýja námskrá 2011 sem var gríðarlega víðfeðm og stór og mikil námskrá sem grunnskólanum var falið að koma til framkvæmdar án nokkurs stuðnings eða fræðslu eða fjármagns til að fylgja því eftir þannig að vel mætti vera.“ Verkefnin fram undan séu þá ekki af minni gerðinni. „Þau eru gríðarlega stór og mikilvæg. Hægt er að nefna börn á flótta sem er risastórt verkefni sem kemur inn á borð sveitarfélaganna og grunnskólanna og til að byrja með var ekki einu sinni haft orð á því að það þyrfti mögulega að bæta við mannskap eða fá inn fleira fagfólk til að koma að þeim undirbúningi. Það segir sig sjálft að grunnskólakennararnir einir og sér geta ekki haldið utan um þessi verkefni og leitt þau áfram inni í skólunum. Það verður fleira að koma til og fleira fagfólk inn í kerfið.“ Stjórnvöld þurfi að styðja miklu betur við kennarastéttina. „Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki að setja fjármagn í að styðja við endurmenntun kennara til að koma betur til móts við börn af erlendum uppruna, fátækt í tungumálagetu og fleira? Við vitum að grunnskólakennarar hafa mjög misjafna menntun í læsismálum og það eru fjölmörg tækifæri til að taka á því og styðja kennara til að afla sér frekari þekkingar, afla sér færni, til að leysa úr læsi vanda barna þegar þau koma upp og ég þekki það bara sjálf sem fyrrverandi skólastjóri, það er heilmikið mál sérstaklega fyrir nýútskrifaða kennara að takast á við slík verkefni. Við verðum að fara að viðurkenna það og styðja betur við kennarastéttina sjálfa sem er öll að gera það besta sem hún getur gert hverju sinni.“
PISA-könnun Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Viðreisn Grunnskólar Tengdar fréttir Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10. desember 2023 12:31 Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20 PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 7. desember 2023 13:32 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10. desember 2023 12:31
Ekki nálægt því að uppfylla bókaþörf barnanna Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 9. desember 2023 15:20
PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 7. desember 2023 13:32
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent