Trúverðugleiki Íslands í loftslagsmálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. desember 2023 14:00 Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar