Jafnaði tvö Norðurlandamet í miðjum prófum í háskólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega í Katar í gær. @icelandic_weightlifting Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega á heimsbikarmótinu í Katar í gær og bætti stöðu sína verulega í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni. Lyftingar Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni.
Lyftingar Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira