Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 22:35 Systkini Domatiliu Caal, fyrir miðju, reyna að hugga hana á staðnum þar sem maður hennar var skotinn til bana af Shane James. Jay Janner/AP Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum dómskjölum sem greina frá því hvernig hinn 34 ára Shane James braust inn í hús fjölskyldunnar og hvernig hann reyndi síðar að flýja úr fangelsi. Fangamynd af Shane James sem mun líklega hljóta dauðarefsingu fyrir glæpi sína, sex morð og þrjár tilraunir til morðs.Austin Police Department/AP Árásirnar áttu sér stað þriðjudaginn 5. desember og gæti James átt yfir höfði sér dauðarefsingu vegna glæpa sinna. Á miðvikudag eftir að búið var að handtaka James reyndi hann að flýja úr fangelsi í Travis-sýslu. Honum tókst að komast fram á gang þar sem hann var yfirbugaður af lögregluþjónum. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að James hafi verið andlega veikur. Þá hafði hann áður verið handtekinn fyrir að ráðast á fjölskyldumeðlim og var góðkunningi lögreglunnar í Austin. Myrti mæðgurnar og flúði á fjölskyldubílnum Gögn sem voru birt í málinu í dag lýsa innbroti James í hús í borginni Austin. Þar kemur fram að maður sem fylgdist með öryggismyndavélum á heimili sínu hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna að brotist hefði verið inn til hans. Lögregluþjónar mættu á vettvang og höfðu afskipti af innbrotsþjófnum sem skaut til þeirra. Hann hæfði einn lögregluþjóninn áður en hann rændi bíl heimilisins og flúði af vettvangi. Lögreglan veitti James eftirför og var hann á endanum handsamaður eftir að hafa klesst stolna bílnum, Þegar lögregluþjónarnir rannsökuðu heimilið fundu þeir tvær konur sem höfðu hlotið alvarlega skotáverka. Ekki tókst að lífga konurnar við og létust þær á vettvangi. Nöfn kvennanna hafa verið gerð opinber en þær voru hin 56 ára Katherine Short og hin þrítuga Lauren Short. Dóttirin var samkvæmt föðurnum með „sérþarfir“ en það kemur ekki fram í hverju þær fólust. Myrti fyrst foreldra sína Að sögn Javier Salazar, fógeta Bexar-sýslu, er talið að árásarhrina James hafi hafist einhvern tímann á milli mánudagsnætur og þriðjudagsmorguns. Fyrstu fórnarlömb James voru foreldrar hans, Phyllis og Shane James eldri. Fjölskyldumeðlimir höfðu talað við hjónin á mánudagskvöld en lík þeirra fundust á þriðjudagskvöld. Íbúar í Austin ræða við lögreglu á þriðjudag eftir að Shane James hafði skotið níu manns til bana.Sara Diggins/AP Upphaflega var lögreglu gert viðvart um árásirnar á þriðjudagsmorgun, rétt fyrir ellefu, þegar henni var tilkynnt að lögregluþjónninn Val Barnes í Austin hefði verið skotinn í fótinn. Menntaskóla í hverfinu var þá lokað og hófst leit að skotmanninum. Rétt fyrir hádegi barst lögreglunni fjöldi tilkynninga um að tveir hefðu verið skotnir í Austin. Annað fórnarlambanna, hinn 32 ára Emmanuel Pop Ba, var látinn þegar lögregla kom á vettvang en hitt fórnarlambið, hin 24 ára Sabrina Rahman, lést á spítala. Árásarhrinan hélt áfram næstu klukkutímana þar til henni lauk eftir að James klessti Acura-bílinn sem hann stal frá Shotrt-fjölskyldunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira