Ribe-Esbjerg gerði sér lítið fyrir og vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 34-33. Ágúst Elí varði 12 skot í markinu og var með 32 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þá skoraði Elvar tvö mörk og spiluðu Íslendingarnir því stóran þátt í sigri dagsins.
Ribe-Esbjerg er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig.
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia unnu fjögurra marka útisigur á Skjern, lokatölur 26-30. Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia.
Fredericia er í 2. sæti með 25 stig, fjórum minna en topplið Álaborgar.