Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 14:00 Hér eru tvö dæmi um notkun erlendra hugtaka eða orða í íslenskum auglýsingum. Auglýsingarnar fann fréttamaður á innan við fimm mínútna flakki um netið í morgun. Ekki er víst hvort þessar tilteknu auglýsingar hafi verið tilkynntar til Neytendastofu. Vísir Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. 20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16