Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2023 07:34 Mynd af umræddum búnaði frá hollenskum framleiðanda. Áætlað er að hver gámur kosti um 100 milljónir króna. VSV Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. Frá þessu segir á vef Vinnslustöðvarinnar. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar eftir að miklar skemmdir urðu á neysluvatnslögninni sem liggur frá landi og út í Vestmannaeyjar. Skemmdirnar urðu 17. nóvember þegar akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, festist í vatnslögninni sem er sú eina sem sér Eyjamönnum fyrir neysluvatni. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að þar sem Vinnslustöðin þurfi bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum fyrir vatn muni félagið bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ hina gámana til kaups, en hver gámur með fylgibúnaði kostar um 100 milljónir króna. Tiltölulega einfalt sé að tengja búnaðinn við veitukerfi bæjar eða fyrirtækja. Gengu inn í samninga Haft er eftir Willum Andersen, tæknilegum rekstrarstjóra Vinnslustöðvarinnar, að hann hafi hafið ákafa leit að slíkum búnaði eftir að málið kom upp. „Síutækni til að hreinsa sjó og gera drykkjarhæfan er vel á mörgum stöðum erlendis, til dæmis í Flórída í Bandaríkjunum, á Arabíuskaga og í mörgum Afríkuríkjum. Ég hafði samband við um 40 framleiðendur búnaðarins um víða veröld en framleiðslutíminn var alls staðar 20 til 40 vikur, sem gekk ekki fyrir okkur. Við þurftum búnaðinn í hvelli! Svo datt ég óvænt ofan á fyrirtæki í Hollandi sem var að græja þrjá gáma fyrir kaupanda í Afríku og fékk jafnframt að vita að Afríkumennirnir væru hugsanlega reiðubúnir að leyfa Vinnslustöðinni að ganga inn í samning þeirra og bíða sjálfir lengur eftir sínum búnaði. Það reyndist rétt vera. Núna um miðja vikuna fengum við og hollensku framleiðendurnir grænt ljós frá Afríku og í dag var skrifað undir kaupsamninga. Hver gámur og nauðsynlegur fylgibúnaður kostar jafnvirði 90-100 milljóna króna hingað kominn, auk tengingarkostnaðar hér. Ekki tekur langan tíma að ganga frá tengingum og nauðsynlegum tæknimálum til að hefja vatnsframleiðslu. Auðvitað liggur fyrir að Vinnslustöðin þarf einungis einn gám til að fullnægja eigin þörfum fyrir vatn. Fyrirtækið heldur að sjálfsögðu einum gámi en mun bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ að kaupa hina tvo,“ er haft eftir Willum á vef Vinnslustöðvarinnar. Afkastar um 600 tonnum Um tæknina segir að sjó sé dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypi í gegnum sig vatnssameindinni H2O. „Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakteríur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O. Búnaður í hverjum gámi afkastar um 600 tonnum á sólarhring eða alls um 1.800 tonnum ef allar gámar væru virkjaðir samtímis. Full afköst svara með öðrum til þess að fullnægja mestallri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Dælurnar í gámunum eru rafdrifnar, nota tiltölulega lítinn straum og teljast því ekki dýrar í rekstri.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vinnslustöðvarinnar. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar eftir að miklar skemmdir urðu á neysluvatnslögninni sem liggur frá landi og út í Vestmannaeyjar. Skemmdirnar urðu 17. nóvember þegar akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, festist í vatnslögninni sem er sú eina sem sér Eyjamönnum fyrir neysluvatni. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að þar sem Vinnslustöðin þurfi bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum fyrir vatn muni félagið bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ hina gámana til kaups, en hver gámur með fylgibúnaði kostar um 100 milljónir króna. Tiltölulega einfalt sé að tengja búnaðinn við veitukerfi bæjar eða fyrirtækja. Gengu inn í samninga Haft er eftir Willum Andersen, tæknilegum rekstrarstjóra Vinnslustöðvarinnar, að hann hafi hafið ákafa leit að slíkum búnaði eftir að málið kom upp. „Síutækni til að hreinsa sjó og gera drykkjarhæfan er vel á mörgum stöðum erlendis, til dæmis í Flórída í Bandaríkjunum, á Arabíuskaga og í mörgum Afríkuríkjum. Ég hafði samband við um 40 framleiðendur búnaðarins um víða veröld en framleiðslutíminn var alls staðar 20 til 40 vikur, sem gekk ekki fyrir okkur. Við þurftum búnaðinn í hvelli! Svo datt ég óvænt ofan á fyrirtæki í Hollandi sem var að græja þrjá gáma fyrir kaupanda í Afríku og fékk jafnframt að vita að Afríkumennirnir væru hugsanlega reiðubúnir að leyfa Vinnslustöðinni að ganga inn í samning þeirra og bíða sjálfir lengur eftir sínum búnaði. Það reyndist rétt vera. Núna um miðja vikuna fengum við og hollensku framleiðendurnir grænt ljós frá Afríku og í dag var skrifað undir kaupsamninga. Hver gámur og nauðsynlegur fylgibúnaður kostar jafnvirði 90-100 milljóna króna hingað kominn, auk tengingarkostnaðar hér. Ekki tekur langan tíma að ganga frá tengingum og nauðsynlegum tæknimálum til að hefja vatnsframleiðslu. Auðvitað liggur fyrir að Vinnslustöðin þarf einungis einn gám til að fullnægja eigin þörfum fyrir vatn. Fyrirtækið heldur að sjálfsögðu einum gámi en mun bjóða Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ að kaupa hina tvo,“ er haft eftir Willum á vef Vinnslustöðvarinnar. Afkastar um 600 tonnum Um tæknina segir að sjó sé dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypi í gegnum sig vatnssameindinni H2O. „Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakteríur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O. Búnaður í hverjum gámi afkastar um 600 tonnum á sólarhring eða alls um 1.800 tonnum ef allar gámar væru virkjaðir samtímis. Full afköst svara með öðrum til þess að fullnægja mestallri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Dælurnar í gámunum eru rafdrifnar, nota tiltölulega lítinn straum og teljast því ekki dýrar í rekstri.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
„Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22