Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki Hjálmtýr Heiðdal skrifar 7. desember 2023 18:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun