Býður öllum grunnskólabörnum á fund Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 14:12 Dagur heldur ansi fjölmennan fund á morgun. Vísir/arnar Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag. Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í fréttatilkynningu um fundinn segir að hann hefjist klukkan 10:15, á morgun föstudag. Fundurinn verði haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra verði Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefni og Ólöf Kristín Sívertsen frá fagskrifstofu grunnskóla í Reykjavíkurborg á fundinum. Nemendurnir sitji fundinn í sínum kennslustofum og fundurinn verði gagnvirkur þar sem unglingarnir svara spurningum um efni fundarins í snjalltækjum. Eins verði hægt að koma á framfæri spurningum og athugasemdum í gegnum kennarana sem koma þeim áfram til pallborðsins. Til skoðunar um nokkurt skeið að leyfa börnunum að sofa út Seinkun skólabyrjunar hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og þær tilraunir sem hafa verið gerðar gefi góða raun. Í haust hafi starfshópur verið að störfum við að móta tillögur að fyrirkomulagi seinkunar á skólabyrjun og í starfshópnum séu meðal annarra þrír fulltrúar ungmenna og það hafi reynst einstaklega vel. Ráðlagður svefntími hjá unglingum á aldrinum fjórtán til sautján ára sé átta til tíu klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um mikilvægi svefns þá sofi margir unglingar of lítið og það að það fjölgi sífellt í þeim hópi á milli ára sé mikið áhyggjuefni. Á sama tíma og fleiri unglingar sofa of lítið sýni rannsóknir að andleg líðan þeirra fer versnandi en þekkt séu tengsl svefns og andlegrar heilsu. Ekki gengið á skipulagt skólastarf Í tilkynningunni segir að niðurstöður fundarins verði nýttar til að útfæra seinkun á upphafi skóladagsins. Til hliðsjónar verði rannsóknir um áhrif þessa á svefn unglinga sem þurfi að útfæra í takt við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, svo breytingarnar styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Hugað verði að því að ekki verði gengið á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námskrá. Það sé til dæmis hægt að gera með nánara samspili skóla- og frístundastarfs og þeirra sem veita frístundaþjónustu eins og íþróttafélög. Eins þurfi að huga að því hvernig breytingarnar geti komið til móts við óskir skólastjórnenda og starfsfólks um undirbúningstíma fyrir eða eftir skipulagðan skóladag.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Svefn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira