RÚV uppfærir verðskrána og hættir að rukka fyrir táknið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 11:40 Það hefur löngum verið hefð á mörgum heimilum að senda og hlusta á jólakveðjur RÚV. Ríkisútvarpið hefur breytt gjaldskránni fyrir svokallaðar Jólakveðjur Ríkisútvarpsins, þar sem kveðjur landsmanna til ástvina eru lesnar upp á Rás 1 að kvöldi 22. desember og alla Þorláksmessu. Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða. Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun RÚV hafa kveðjurnar verið á bilinu 3 til 4 þúsund talsins síðustu ár. Tekið er á móti kveðjum á vef Ríkisútvarpsins en í ár hefur forminu verið breytt og fast gjald verið tekið upp fyrir hverja kveðju, í stað þess að greitt sé fyrir hvert tákn. Það var Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, sem vakti athygli á málinu á X/Twitter en hann sagði tíu orða kveðju, lesna tvisvar, hafa kostað 10.366 krónur í fyrra en nú kostaði hún 22.000 krónur. Um væri að ræða 112 prósent hækkun. Tíu orða jólakveðja lesin tvisvar í Ríkisútvarpinu kostaði 10.366 krónur í fyrra. Í ár kostar sama pöntun 22.000 krónur sem þýðir liðlega 112% hækkun. Söludeild og stjórn @ruvohf skulda skýringu á þessu framlagi þeirra til baráttunnar gegn verðbólgu.#ruvokkarallra— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 7, 2023 Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Vissulega verður kveðjan mun dýrara fyrir þann sem vill senda tíu orða kveðju, lesna tvisvar, í ár en það var í fyrra. Þá kostaði táknið 68 krónur með virðisaukaskatti en í ár er ekki gefinn kostur á því að spara aurinn með því að vera hnitmiðaður í skilaboðum sínum. Nú er aðeins boðið upp á staðlað verð óháð tákna- eða orðafjölda en kveðjan má vera allt að 30 orð. Kveðjuhöfundur greiðir 13.000 fyrir einn lestur, 22.000 fyrir tvo lestra, 29.000 fyrir þrjá lestra og 36.000 fyrir fjóra lestra. Til að spara verður fólk þannig að skera niður fjölda lestra, frekar en fjölda orða.
Ríkisútvarpið Jól Neytendur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira